Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2021 21:51 Horft inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Samkvæmt útboðsauglýsingu mun þverun Þorskafjarðar standa yfir næstu þrjú ár. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 metra langrar brúar. Verkútboðið nær yfir 2,7 kílómetra kafla, þar af er brúin sjálf 260 metrar.Vegagerðin Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 16. febrúar næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í kringum mánaðamótin mars-apríl og að verkinu verði að fullu lokið 30. júní árið 2024. Þetta er annar áfanginn í þeirri umfangsmiklu vegagerð sem framundan er með endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sá fyrsti er sjö kílómetra kafli milli Skálaness og Gufudals í vestanverðum Gufufirði. Mikil umsvif blasa því við í Reykhólahreppi næstu árin. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Hér verður heilmikið um að vera. Við vorum á fundi með Vegagerðinni um daginn þar sem þeir sögðu að ef þeir geta keypt þjónustu fyrir verktaka í heimabyggð þá er það náttúrlega langbesti kosturinn,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það á alveg að geta skapað atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Í mötuneyti, í vegagerð, í að leigja út gististaðina sína,“ segir Jóhanna. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja út með vestanverðum Þorskafirði. Ef ekki nást samningar við landeigendur þarf Vegagerðin að óska eftir eignarnámi.Egill Aðalsteinsson Og það er einmitt það sem menn sjá nú þegar í fyrsta áfanganum sem byrjað var á í Gufufirði í haust. Borgarverk er þar með þrjá heimamenn í vinnu auk þess sem verktakinn kaupir gistingu og fæði í Gufudal. Það er hins vegar enn óvissa um næstu áfanga, þar með kaflann um hinn umdeilda Teigsskóg. „Staðan er þannig í dag að það svo sem liggur ekkert á borðinu um frekari aðgerðir af hálfu landeigenda eða annarra aðila. Þannig að við höfum ekkert neitt á borðinu ennþá,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem hefur þann fyrirvara að ennþá séu óútkljáðir samningar við landeigendur um að farið verði í gegnum lönd þeirra. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar standa yfir viðræður við landeigendur og óvíst hvort leita þurfi eignarnáms. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vegagerð Tengdar fréttir Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Samkvæmt útboðsauglýsingu mun þverun Þorskafjarðar standa yfir næstu þrjú ár. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 metra langrar brúar. Verkútboðið nær yfir 2,7 kílómetra kafla, þar af er brúin sjálf 260 metrar.Vegagerðin Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 16. febrúar næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í kringum mánaðamótin mars-apríl og að verkinu verði að fullu lokið 30. júní árið 2024. Þetta er annar áfanginn í þeirri umfangsmiklu vegagerð sem framundan er með endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sá fyrsti er sjö kílómetra kafli milli Skálaness og Gufudals í vestanverðum Gufufirði. Mikil umsvif blasa því við í Reykhólahreppi næstu árin. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Hér verður heilmikið um að vera. Við vorum á fundi með Vegagerðinni um daginn þar sem þeir sögðu að ef þeir geta keypt þjónustu fyrir verktaka í heimabyggð þá er það náttúrlega langbesti kosturinn,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það á alveg að geta skapað atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Í mötuneyti, í vegagerð, í að leigja út gististaðina sína,“ segir Jóhanna. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja út með vestanverðum Þorskafirði. Ef ekki nást samningar við landeigendur þarf Vegagerðin að óska eftir eignarnámi.Egill Aðalsteinsson Og það er einmitt það sem menn sjá nú þegar í fyrsta áfanganum sem byrjað var á í Gufufirði í haust. Borgarverk er þar með þrjá heimamenn í vinnu auk þess sem verktakinn kaupir gistingu og fæði í Gufudal. Það er hins vegar enn óvissa um næstu áfanga, þar með kaflann um hinn umdeilda Teigsskóg. „Staðan er þannig í dag að það svo sem liggur ekkert á borðinu um frekari aðgerðir af hálfu landeigenda eða annarra aðila. Þannig að við höfum ekkert neitt á borðinu ennþá,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem hefur þann fyrirvara að ennþá séu óútkljáðir samningar við landeigendur um að farið verði í gegnum lönd þeirra. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar standa yfir viðræður við landeigendur og óvíst hvort leita þurfi eignarnáms. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vegagerð Tengdar fréttir Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28