Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2021 20:04 Hestarnir hjá Katrínu háma í sig jólatrén og eru hæst ánægðir með að fá að njóta trjánna, sem fólk hafði inni í stofu hjá sér um jólin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex hestar í Þorlákshöfn lifa sældarlífi þessa dagana því þeir fá að éta jólatré út í gerðinu sínu, sem þeir gera með bestu lyst. Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn Ölfus Hestar Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn
Ölfus Hestar Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira