Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2021 14:02 Þóra er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar. Listaháskóli Íslands Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. Þóra sagði í stuttu samtali við fréttastofu eftir dómsuppkvaðninguna að niðurstaðan vekji upp spurningar. Þó sé mikilvægt að nú viti söngvarar hvar þeir standi. Hún og lögmaður hennar ætla að kynna sér dóminn og meta hvort tilefni sé til að áfrýja honum til Landsréttar. Deilt um kjarasamning frá 2000 Forsaga málsins er sú að Þóra tók að sér hlutverk Súsönnu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós með ráðningarsamningi dagsettum 28. ágúst 2019. Samkvæmt samningnum átti Þóra að fá greidda ákveðna upphæð fyrir æfingatímabil og fasta upphæð fyrir hverja sýningu. Þegar ráðningarsamningurinn var undirritaður var í gildi kjarasamningur milli Óperunnar og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000, sem hafði ekki verið sagt upp og var því enn í gildi. Í ráðningarsamningi Þóru var tvívegis vísað í umræddan samning Óperunnar og FÍH: „Á æfingatímabilinu er tími söngvarans til ráðstöfunar fyrir Íslenzku óperuna til æfinga innan þeirra marka sem vinnuverndarákvæði í samningum íslenzku óperunnar við söngvaradeild Félags íslenzkra leikara og Félagi íslenzkra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000 kveða á um.“ Í aðdraganda dómsuppsögunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/Hófí „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslenzku óperunnar og Félags íslenzkra leikara/Félags íslenzkra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Allir söngvararnir telja sig eiga inni vangoldnar greiðslur Í stefnu Þóru kemur fram að hún sé sannarlega félagi í FÍH og því eigi ákvæði kjarasamningsins við um hana. Vissi hún ekki betur en að kjör hennar væru í samræmi við samninginn. Við athugun kom hins vegar í ljós, að mati FÍH, að æfingalaun voru of lágt reiknuð, að greiðslu vantaði vegna yfirvinnutíma og að greiðslu vantaði vegna 17,48% álags á laun. Samkvæmt stefnunni þekkti Þóra ekki til kjarasamningsins milli Óperunnar og FÍH en það gerði hins vegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku óperunnar. „Því bar henni virða ákvæði hans að öllu leyti þar á meðal varðandi uppfærðar launagreiðslur,“ segir í stefnunni. Fleiri söngvarar komu að uppfærslu Óperunnar á Brúðkaupi Fígarós og telja þeir sig allir eiga inni vangoldnar greiðslur. FÍH sendi Óperunni kröfugerð vegna hinnar meintu skuldar við alla söngvarana en henni var hafnað. Þóra í Brúðkaupi Fígarós.Íslenska óperan Íslenska óperan hefur af sinni hálfu vísað til þess að um verktakasamninga sé að ræða og þar af leiðandi eigi kjarasamningurinn frá 2000 ekki við. „Söngvarar hafi af fúsum og frjálsum vilja undirritað verktakasamning þar sem kveðið er á um að þeir fái greidda fasta umsamda greiðslu og að ákvæði í samningunum séu tæmandi um réttarstöðu þeirra,“ segir í stefnu Þóru um rök Óperunnar. Í stefnunni er hins vegar bent á að í 1. grein kjarasamningsins segi að gera skuli skriflegan ráðningarsamning við alla einsöngvara sem ráðnir eru í hlutverk hjá Íslensku óperunni, minnst átta vikum áður en æfingar hefjast, í því formi sem aðilar koma sér saman um. Þá skuli Óperan senda FÍL og FÍH lista yfir þá sem hafa verið ráðnir og yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en samningurinn segir til um. „Óumdeilt er að stefndi sendi FÍH hvorki ofangreindan lista yfir ráðna söngvara né yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en kveðið er á um í títtnefndum samningi. Þá vill stefnandi vekja athygli á því að þær launatölur sem fram koma í samningnum eru lágmarkstölur. Þar sem hvoki barst listinn né yfirlýsingin hafði FÍH ekki tök á að sannreyna hvort umsamin laun milli stefnda og stefnanda voru rétt. Við athugun FÍH kom í ljós að launin voru of lág,“ segir í stefnunni. Þar er þess krafist að Íslenska óperan greiði Þóru vangoldin laun, samtals 638 þúsund krónur. Íslenskir söngvarar í erfiðri stöðu gagnvart Óperunni Steinunn Birna var ekki viðstödd aðalmeðferð málsins, sem fram fór í desember en í samtali við RÚV sagðist lögmaður Óperunnar ekki hafa talið þörf á því þar sem öll atriði kæmu fram í gögnum málsins. Steinunn Birna Ragnarsdóttir.Íslenska óperan „Ágreiningurinn snýst um það hvaða samningar gilda og um túlkun samninganna sem Íslenska óperan gerði við einsöngvara í uppfærslunni á Brúðkaupi Fígarós,“ sagði Þóra í viðtali við Mannlíf í apríl í fyrra. „Við erum til dæmis með þak á æfingatíma og það var farið langt fram úr því í þessu tilfelli en Óperan féllst ekki á að þeim bæri að greiða okkur yfirvinnu. Við fengum heldur ekki greitt samningsbundið álag og þegar allir einsöngvarar sýningarinnar tóku sig saman og fóru með samningana til FÍH kom í ljós að það er verið að greiða söngvurum, sérstaklega ungum söngvurum, langt, langt undir taxta samnings FÍH og Íslensku óperunnar. Það veldur mér miklum áhyggjum.“ Þóra sagðist enn fremur að söngvarar væru í veikri stöðu gegn Óperunni sem verktakar, þar sem hún væri í raun eini starfsvettvangur þeirra á Íslandi. Þessi sjónarmið ítrekaði Þóra í Facebook-færslu í desember síðastliðnum. „Ungar söngkonur hafa þann kost að fara á samning í óperuhúsi erlendis og búa kannski í einhverri lítið spennandi borg í Þýskalandi eða annars staðar langt frá fjölskyldu og vinum til þess að geta starfað við það sem þær hafa menntað sig til og sýnt afburða hæfileika og afburða þrautseigju. Þær hafa lagt fram óendanlega vinnu og natni í að meðaltali 10 ára nám til að komast á þennan stað. Það er ekki sjálfgefið að alla dreymi um að búa í útlöndum. Svo geta þær 20 árum síðar þurft að standa í því að sækja fyrir rétti að ekki megi gera samninga undir taxta, og eiga um það umræður í réttarsal hvort virða beri hvíldartíma samkvæmt FÍH samningum og hvort sá tími sem þær eru boðaðar í hár og förðun af óperuhúsinu sé utan vinnutíma eða ekki; eitthvað sem er innan vinnutíma í leikhúsum, kvikmyndum, sjónvarpi og hjá sýningarfólki.“ Ég hef verið að hugsa um hana Álfheiði Guðmundsdóttur, yndislega söngkonu sem söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna...Posted by Þóra Einarsdóttir on Sunday, December 13, 2020 Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þóra sagði í stuttu samtali við fréttastofu eftir dómsuppkvaðninguna að niðurstaðan vekji upp spurningar. Þó sé mikilvægt að nú viti söngvarar hvar þeir standi. Hún og lögmaður hennar ætla að kynna sér dóminn og meta hvort tilefni sé til að áfrýja honum til Landsréttar. Deilt um kjarasamning frá 2000 Forsaga málsins er sú að Þóra tók að sér hlutverk Súsönnu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós með ráðningarsamningi dagsettum 28. ágúst 2019. Samkvæmt samningnum átti Þóra að fá greidda ákveðna upphæð fyrir æfingatímabil og fasta upphæð fyrir hverja sýningu. Þegar ráðningarsamningurinn var undirritaður var í gildi kjarasamningur milli Óperunnar og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000, sem hafði ekki verið sagt upp og var því enn í gildi. Í ráðningarsamningi Þóru var tvívegis vísað í umræddan samning Óperunnar og FÍH: „Á æfingatímabilinu er tími söngvarans til ráðstöfunar fyrir Íslenzku óperuna til æfinga innan þeirra marka sem vinnuverndarákvæði í samningum íslenzku óperunnar við söngvaradeild Félags íslenzkra leikara og Félagi íslenzkra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000 kveða á um.“ Í aðdraganda dómsuppsögunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/Hófí „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslenzku óperunnar og Félags íslenzkra leikara/Félags íslenzkra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Allir söngvararnir telja sig eiga inni vangoldnar greiðslur Í stefnu Þóru kemur fram að hún sé sannarlega félagi í FÍH og því eigi ákvæði kjarasamningsins við um hana. Vissi hún ekki betur en að kjör hennar væru í samræmi við samninginn. Við athugun kom hins vegar í ljós, að mati FÍH, að æfingalaun voru of lágt reiknuð, að greiðslu vantaði vegna yfirvinnutíma og að greiðslu vantaði vegna 17,48% álags á laun. Samkvæmt stefnunni þekkti Þóra ekki til kjarasamningsins milli Óperunnar og FÍH en það gerði hins vegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku óperunnar. „Því bar henni virða ákvæði hans að öllu leyti þar á meðal varðandi uppfærðar launagreiðslur,“ segir í stefnunni. Fleiri söngvarar komu að uppfærslu Óperunnar á Brúðkaupi Fígarós og telja þeir sig allir eiga inni vangoldnar greiðslur. FÍH sendi Óperunni kröfugerð vegna hinnar meintu skuldar við alla söngvarana en henni var hafnað. Þóra í Brúðkaupi Fígarós.Íslenska óperan Íslenska óperan hefur af sinni hálfu vísað til þess að um verktakasamninga sé að ræða og þar af leiðandi eigi kjarasamningurinn frá 2000 ekki við. „Söngvarar hafi af fúsum og frjálsum vilja undirritað verktakasamning þar sem kveðið er á um að þeir fái greidda fasta umsamda greiðslu og að ákvæði í samningunum séu tæmandi um réttarstöðu þeirra,“ segir í stefnu Þóru um rök Óperunnar. Í stefnunni er hins vegar bent á að í 1. grein kjarasamningsins segi að gera skuli skriflegan ráðningarsamning við alla einsöngvara sem ráðnir eru í hlutverk hjá Íslensku óperunni, minnst átta vikum áður en æfingar hefjast, í því formi sem aðilar koma sér saman um. Þá skuli Óperan senda FÍL og FÍH lista yfir þá sem hafa verið ráðnir og yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en samningurinn segir til um. „Óumdeilt er að stefndi sendi FÍH hvorki ofangreindan lista yfir ráðna söngvara né yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en kveðið er á um í títtnefndum samningi. Þá vill stefnandi vekja athygli á því að þær launatölur sem fram koma í samningnum eru lágmarkstölur. Þar sem hvoki barst listinn né yfirlýsingin hafði FÍH ekki tök á að sannreyna hvort umsamin laun milli stefnda og stefnanda voru rétt. Við athugun FÍH kom í ljós að launin voru of lág,“ segir í stefnunni. Þar er þess krafist að Íslenska óperan greiði Þóru vangoldin laun, samtals 638 þúsund krónur. Íslenskir söngvarar í erfiðri stöðu gagnvart Óperunni Steinunn Birna var ekki viðstödd aðalmeðferð málsins, sem fram fór í desember en í samtali við RÚV sagðist lögmaður Óperunnar ekki hafa talið þörf á því þar sem öll atriði kæmu fram í gögnum málsins. Steinunn Birna Ragnarsdóttir.Íslenska óperan „Ágreiningurinn snýst um það hvaða samningar gilda og um túlkun samninganna sem Íslenska óperan gerði við einsöngvara í uppfærslunni á Brúðkaupi Fígarós,“ sagði Þóra í viðtali við Mannlíf í apríl í fyrra. „Við erum til dæmis með þak á æfingatíma og það var farið langt fram úr því í þessu tilfelli en Óperan féllst ekki á að þeim bæri að greiða okkur yfirvinnu. Við fengum heldur ekki greitt samningsbundið álag og þegar allir einsöngvarar sýningarinnar tóku sig saman og fóru með samningana til FÍH kom í ljós að það er verið að greiða söngvurum, sérstaklega ungum söngvurum, langt, langt undir taxta samnings FÍH og Íslensku óperunnar. Það veldur mér miklum áhyggjum.“ Þóra sagðist enn fremur að söngvarar væru í veikri stöðu gegn Óperunni sem verktakar, þar sem hún væri í raun eini starfsvettvangur þeirra á Íslandi. Þessi sjónarmið ítrekaði Þóra í Facebook-færslu í desember síðastliðnum. „Ungar söngkonur hafa þann kost að fara á samning í óperuhúsi erlendis og búa kannski í einhverri lítið spennandi borg í Þýskalandi eða annars staðar langt frá fjölskyldu og vinum til þess að geta starfað við það sem þær hafa menntað sig til og sýnt afburða hæfileika og afburða þrautseigju. Þær hafa lagt fram óendanlega vinnu og natni í að meðaltali 10 ára nám til að komast á þennan stað. Það er ekki sjálfgefið að alla dreymi um að búa í útlöndum. Svo geta þær 20 árum síðar þurft að standa í því að sækja fyrir rétti að ekki megi gera samninga undir taxta, og eiga um það umræður í réttarsal hvort virða beri hvíldartíma samkvæmt FÍH samningum og hvort sá tími sem þær eru boðaðar í hár og förðun af óperuhúsinu sé utan vinnutíma eða ekki; eitthvað sem er innan vinnutíma í leikhúsum, kvikmyndum, sjónvarpi og hjá sýningarfólki.“ Ég hef verið að hugsa um hana Álfheiði Guðmundsdóttur, yndislega söngkonu sem söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna...Posted by Þóra Einarsdóttir on Sunday, December 13, 2020
Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira