Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:30 Gunnar er einn af þeim fjölmörgu sem upplifa tengslarof í foreldrahlutverkinu. Hann segir að það hefði verið fínt að vita áður að þetta gæti gerst. Líf dafnar „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira