„Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 10:30 Dæja varð að skipta um föt í fataskápnum nokkrum sinnum. Dagbjört Margrét Pálsdóttir eða Dæja eins og hún er alltaf kölluð barðist lengi vel við aukakílóin. Hún er einstæð tveggja barna móðir og framkvæmdarstjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Hún segir að leiðin að betri heilsu hafi verið löng og ströng en hún hefur létt sig um 65 kíló. „Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira