Ekkert lát á ofbeldisverkum gegn blaðamönnum Heimsljós 6. janúar 2021 15:49 Á árinu 2020 voru 50 blaðamenn myrtir. Í skýrslu Fréttamanna án landamæra kemur fram að í 84 prósentum tilvika hafi blaðmennirnir sem féllu í fyrra verið vísvitandi skotmark. Á nýliðinu ári voru fimmtíu blaðamenn myrtir. Samkvæmt gögnum frá Fréttamönnum án landamæra (RSF) fækkar jafnt og þétt blaðamönnum sem falla í löndum þar sem átök geisa en fjölgar að skapi í löndum sem teljast friðsæl. Á árinu 2019 voru 53 blaðamenn myrtir en vegna kórónuveirunnar voru miklu færri fréttamenn á faraldsfæti í fyrra en árið áður. Tveir af hverjum þremur blaðamönnum í hópi þeirra sem voru myrtir voru að störfum í löndum þar sem friður ríkir eins og Mexíkó (8), Indlandi (4), Filippseyjum (3) og Hondúras (3). Alls féllu 32 prósent blaðamanna í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Jemen, Afganistan og Írak en til samanburðar voru 58 prósent þeirra fréttamanna sem létu lífið í starfi á vettvangi á átakasvæðum árið 2016. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt ríka áherslu á fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði fjölmiðla í samræmi við áherslur Íslands á sviði mannréttinda. Ísland á aðild að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition) en markmið þess er að efla aðgerðir til að sporna við auknum áraásum á fjölmiðlafólk um allan heim, varpa ljósi á mál sem bregðast verður við og styðja ríki sem vilja stíga skref í átt að auknu fjölmiðlafrelsi. Þá gerðist Ísland nýlega aðili að alþjóðaverkefni UNESCO um frjálsa fjölmiðlun í þróunarlöndum, IPDC (International Programme for the Development of Communication). Í skýrslu Fréttamanna án landamæra kemur fram að í 84 prósentum tilvika hafi blaðmennirnir sem féllu í fyrra verið vísvitandi skotmark og sumir þeirra myrtir á sérstaklega villimannslegan hátt. „Sumir kunna að halda að blaðamenn séu einungis fórnarlömb áhættu í starfi en þeir verða í vaxandi mæli fyrir ofbeldi þegar þeir rannsaka eða fjalla um viðkvæm mál. Ofbeldið beinist gegn upplýsingaréttinum sem er réttur allra,“ segir Christophe Deloire framkvæmdastjóri RSF. Fram kemur í skýrslu samtakanna að hættulegustu störf blaðamanna lúta að rannsóknum á málum sem varða spillingu innanlands og misnotkun almannafjár. Tíu blaðamenn voru myrtir á síðasta ári við slíka upplýsingaöflun. Fjórir voru myrtir sem unnu að rannsóknum á starfi skipulagðra glæpasamtaka og sjö sem fjölluðu um mótmæli. Guðlaugur Þór hefur hvatt til þess að fjölmiðlafólki, sem hefur verið fangelsað vegna starfa sinna, verði sleppt. Alls eru 387 blaðamenn í haldi vegna starfa sinna, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Konum í blaðamannastétt sem sviptar voru frelsi fjölgaði á árinu um 35 prósent. Þá eru 14 blaðamenn í haldi vegna umfjöllunar þeirra um COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Á nýliðinu ári voru fimmtíu blaðamenn myrtir. Samkvæmt gögnum frá Fréttamönnum án landamæra (RSF) fækkar jafnt og þétt blaðamönnum sem falla í löndum þar sem átök geisa en fjölgar að skapi í löndum sem teljast friðsæl. Á árinu 2019 voru 53 blaðamenn myrtir en vegna kórónuveirunnar voru miklu færri fréttamenn á faraldsfæti í fyrra en árið áður. Tveir af hverjum þremur blaðamönnum í hópi þeirra sem voru myrtir voru að störfum í löndum þar sem friður ríkir eins og Mexíkó (8), Indlandi (4), Filippseyjum (3) og Hondúras (3). Alls féllu 32 prósent blaðamanna í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Jemen, Afganistan og Írak en til samanburðar voru 58 prósent þeirra fréttamanna sem létu lífið í starfi á vettvangi á átakasvæðum árið 2016. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt ríka áherslu á fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði fjölmiðla í samræmi við áherslur Íslands á sviði mannréttinda. Ísland á aðild að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition) en markmið þess er að efla aðgerðir til að sporna við auknum áraásum á fjölmiðlafólk um allan heim, varpa ljósi á mál sem bregðast verður við og styðja ríki sem vilja stíga skref í átt að auknu fjölmiðlafrelsi. Þá gerðist Ísland nýlega aðili að alþjóðaverkefni UNESCO um frjálsa fjölmiðlun í þróunarlöndum, IPDC (International Programme for the Development of Communication). Í skýrslu Fréttamanna án landamæra kemur fram að í 84 prósentum tilvika hafi blaðmennirnir sem féllu í fyrra verið vísvitandi skotmark og sumir þeirra myrtir á sérstaklega villimannslegan hátt. „Sumir kunna að halda að blaðamenn séu einungis fórnarlömb áhættu í starfi en þeir verða í vaxandi mæli fyrir ofbeldi þegar þeir rannsaka eða fjalla um viðkvæm mál. Ofbeldið beinist gegn upplýsingaréttinum sem er réttur allra,“ segir Christophe Deloire framkvæmdastjóri RSF. Fram kemur í skýrslu samtakanna að hættulegustu störf blaðamanna lúta að rannsóknum á málum sem varða spillingu innanlands og misnotkun almannafjár. Tíu blaðamenn voru myrtir á síðasta ári við slíka upplýsingaöflun. Fjórir voru myrtir sem unnu að rannsóknum á starfi skipulagðra glæpasamtaka og sjö sem fjölluðu um mótmæli. Guðlaugur Þór hefur hvatt til þess að fjölmiðlafólki, sem hefur verið fangelsað vegna starfa sinna, verði sleppt. Alls eru 387 blaðamenn í haldi vegna starfa sinna, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Konum í blaðamannastétt sem sviptar voru frelsi fjölgaði á árinu um 35 prósent. Þá eru 14 blaðamenn í haldi vegna umfjöllunar þeirra um COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent