Áskoranir á nýju ári Ólafur Ísleifsson skrifar 3. janúar 2021 10:01 Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang. Hvenær kemur bóluefnið? Búið er að bólusetja starfsmenn í framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum. Athugasemdir sjúkraflutningamanna og fleiri hópa vekja þó réttmætar spurningar um forgangsröðun við fyrstu bólusetningarnar. Spurningar vakna einnig um hvar við erum stödd varðandi bólusetningar í samanburði við aðrar þjóðir. Ekki sérlega framarlega á merinni að því er best verður séð. Magntölur og tímasetningar sýnast á reiki. Upplýsingar hafa verið óljósar. Skýringar fást ekki á misvísandi tilkynningum dag frá degi. Þetta heitir upplýsingaóreiða á tungutaki samtímans og er í boði stjórnvalda. Var heppilegast að semja um kaup á bóluefni á skrifstofum ráðuneyta? Hefur verið látið reyna á allar leiðir sem einkaaðilar geta boðið upp á? Hvaða kostir voru kannaðir til þrautar? Voru einhverjar leiðir fyrirfram útilokaðar? Verður bið okkar eftir bóluefni lengri en þyrfti? Miðflokkurinn bað á þorláksmessu um umræðu á Alþingi um þessar og áþekkar spurningar en við því var ekki orðið. Mætti nýta innistæður hjá vinaþjóðum? Bretar og Bandaríkjamenn bólusetja í gríð og erg. Ísraelsmenn eru komnir langt á veg eftir því sem fréttir herma. Gætu vinatengsl milli þjóða skipt máli í þessu sambandi? Vonandi spilltust ekki áratuga tengsl við Bandaríkin vegna sérkennilegra atvika þegar varaforseti Bandaríkjanna sótti okkur heim og óvíst var um skeið hvort æðstu ráðamenn myndu hafa tök á að hitta hann þótt sú hafi að lokum orðið raunin. Voru það mistök að binda Ísland við Evrópusambandið varðandi útvegun á bóluefni? Staðan hjá Bretum, Bandaríkjamönnum og Ísraelum gæti bent til þess. Í málum sem þessum hlýtur að vera forgangsmál að nýta öll tengsl sem að gagni geta komið. Um leið má vona að Þórólfi og Kára takist að fá lyfjafyrirtækið Pfizer til að ráðast í vísindalega rannsókn á hjarðónæmi meðal heillar þjóðar. Óneitanlega er áhyggjuefni að miðað við núverandi stöðu mála virðast engar líkur á að búið verði að bólusetja landsmenn fyrr en í fyrsta lagi um mitt þetta ár. Það telst varla viðunandi niðurstaða í ljósi hraða bólusetninga víða annars staðar og dregur úr líkum á að mikilvæg starfsemi eins og t.d. ferðaþjónustan komist af stað svo heitið geti fyrir næsta sumar. Hvenær selur maður banka? Óvænt dúkkar upp tillaga Bankasýslu ríkisins um að selja annan af tveimur bönkum í eigu ríkisins, Íslandsbanka. Tillagan sýnist helst rökstudd með því að framvinda á hlutabréfamarkaði á liðnu ári hafi reynst hagfelldari en búist var við og sama eigi við um hag bankans. Minna hefur komið fram um tilefni þess að ráðast í slíka aðgerð eins og á stendur. Spurningar vakna um ýmis önnur atriði. Hvaða skipan bankamála sjá stjórnvöld fyrir sér? Hver er æskileg skipan eignarhalds á fjármálastofnunum eins og bönkum? Ég leyfi mér geta fyrirspurnar minnar á Alþingi um hverjir séu eigendur Arion banka en tormerki sýnast á að fá svar við þeirri spurningu. Hvað á að gera við söluandvirðið? Hvernig hyggjast stjórnvöld ráðstafa söluandvirði hlutabréfa í bankanum? Borga ríkishallann vegna veirufársins kynnu einhverjir að segja. Á móti kemur að atvinnulíf á fullu blússi mun skila ríkissjóði auknum tekjum vegna aukinnar veltu og umsvifa og þær ætti að nýta til að grynnka á og greiða upp með tímanum skuldir sem ríkissjóður stofnaði til vegna veirufársins. Skiptir máli í þessu sambandi að vextir eru nú lægri en áður þekktist. Tímabært að ráðast í stórátak Íslandsbanki er meðal verðmætustu eigna ríkisins og andvirði hans ætti að nýta til eignamyndunar á öðrum sviðum. Við stöndum frammi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða í samgöngumálum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraðra, svo dæmi séu tekin, upp á hundruð milljarða króna. Þessi verkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum of lengi. Einn af forystumönnum lífeyrissjóðanna sagði í nýlegu viðtali að lífeyrissjóðirnir væru reiðubúnir til að taka þátt í fjármögnun slíkra verkefna. Komi til sölu á eignarhlutum í Íslandsbanka ætti að nýta andvirðið til arðsamra verkefna með stórátaki í samgöngumálum og uppbyggingu stofnana. Stórhætta á nýrri vinstri stjórn Á kosningaári verður hart tekist á um stefnu í stórum málum. Mikilvægt er að ábyrg sjónarmið verði ofan á í þeirri baráttu. Niðurstaða kosninganna gæti þó orðið sú að stjórnmálaflokkar sem kunnir eru að lausatökum og glundroða taki höndum saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Er nærtækast að benda á reynsluna af stjórn flokkanna sem skipa meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir liggur í umsögnum um þingmál á Alþingi að rekstur borgarinnar er fjarri því að vera sjálfbær og áhöld um hvort fjárhagur borgarinnar dugi til að standa undir lögboðnum verkefnum. Vinstri flokkarnir sem skipa meirihlutann í höfuðborginni eru einum fleiri en almennt var gert ráð fyrir í ljósi þess að einn þeirra klauf sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna ágreinings um samskipti við Evrópusambandið. Fái slíkur flokkur aðstöðu að loknum kosningum til að velja milli borgaralegrar ríkisstjórnar og Reykjavíkurstjórnar þarf varla að efast um niðurstöðuna í ljósi sögunnar. Þetta þurfa borgaralega sinnaðir kjósendur að hafa í huga. Fram undan er barátta fyrir borgaralegum gildum, ábyrgri og traustri stjórn á innlandsmálum og víðtækum erlendum samskiptum reistum á fullveldi þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang. Hvenær kemur bóluefnið? Búið er að bólusetja starfsmenn í framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum. Athugasemdir sjúkraflutningamanna og fleiri hópa vekja þó réttmætar spurningar um forgangsröðun við fyrstu bólusetningarnar. Spurningar vakna einnig um hvar við erum stödd varðandi bólusetningar í samanburði við aðrar þjóðir. Ekki sérlega framarlega á merinni að því er best verður séð. Magntölur og tímasetningar sýnast á reiki. Upplýsingar hafa verið óljósar. Skýringar fást ekki á misvísandi tilkynningum dag frá degi. Þetta heitir upplýsingaóreiða á tungutaki samtímans og er í boði stjórnvalda. Var heppilegast að semja um kaup á bóluefni á skrifstofum ráðuneyta? Hefur verið látið reyna á allar leiðir sem einkaaðilar geta boðið upp á? Hvaða kostir voru kannaðir til þrautar? Voru einhverjar leiðir fyrirfram útilokaðar? Verður bið okkar eftir bóluefni lengri en þyrfti? Miðflokkurinn bað á þorláksmessu um umræðu á Alþingi um þessar og áþekkar spurningar en við því var ekki orðið. Mætti nýta innistæður hjá vinaþjóðum? Bretar og Bandaríkjamenn bólusetja í gríð og erg. Ísraelsmenn eru komnir langt á veg eftir því sem fréttir herma. Gætu vinatengsl milli þjóða skipt máli í þessu sambandi? Vonandi spilltust ekki áratuga tengsl við Bandaríkin vegna sérkennilegra atvika þegar varaforseti Bandaríkjanna sótti okkur heim og óvíst var um skeið hvort æðstu ráðamenn myndu hafa tök á að hitta hann þótt sú hafi að lokum orðið raunin. Voru það mistök að binda Ísland við Evrópusambandið varðandi útvegun á bóluefni? Staðan hjá Bretum, Bandaríkjamönnum og Ísraelum gæti bent til þess. Í málum sem þessum hlýtur að vera forgangsmál að nýta öll tengsl sem að gagni geta komið. Um leið má vona að Þórólfi og Kára takist að fá lyfjafyrirtækið Pfizer til að ráðast í vísindalega rannsókn á hjarðónæmi meðal heillar þjóðar. Óneitanlega er áhyggjuefni að miðað við núverandi stöðu mála virðast engar líkur á að búið verði að bólusetja landsmenn fyrr en í fyrsta lagi um mitt þetta ár. Það telst varla viðunandi niðurstaða í ljósi hraða bólusetninga víða annars staðar og dregur úr líkum á að mikilvæg starfsemi eins og t.d. ferðaþjónustan komist af stað svo heitið geti fyrir næsta sumar. Hvenær selur maður banka? Óvænt dúkkar upp tillaga Bankasýslu ríkisins um að selja annan af tveimur bönkum í eigu ríkisins, Íslandsbanka. Tillagan sýnist helst rökstudd með því að framvinda á hlutabréfamarkaði á liðnu ári hafi reynst hagfelldari en búist var við og sama eigi við um hag bankans. Minna hefur komið fram um tilefni þess að ráðast í slíka aðgerð eins og á stendur. Spurningar vakna um ýmis önnur atriði. Hvaða skipan bankamála sjá stjórnvöld fyrir sér? Hver er æskileg skipan eignarhalds á fjármálastofnunum eins og bönkum? Ég leyfi mér geta fyrirspurnar minnar á Alþingi um hverjir séu eigendur Arion banka en tormerki sýnast á að fá svar við þeirri spurningu. Hvað á að gera við söluandvirðið? Hvernig hyggjast stjórnvöld ráðstafa söluandvirði hlutabréfa í bankanum? Borga ríkishallann vegna veirufársins kynnu einhverjir að segja. Á móti kemur að atvinnulíf á fullu blússi mun skila ríkissjóði auknum tekjum vegna aukinnar veltu og umsvifa og þær ætti að nýta til að grynnka á og greiða upp með tímanum skuldir sem ríkissjóður stofnaði til vegna veirufársins. Skiptir máli í þessu sambandi að vextir eru nú lægri en áður þekktist. Tímabært að ráðast í stórátak Íslandsbanki er meðal verðmætustu eigna ríkisins og andvirði hans ætti að nýta til eignamyndunar á öðrum sviðum. Við stöndum frammi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða í samgöngumálum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraðra, svo dæmi séu tekin, upp á hundruð milljarða króna. Þessi verkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum of lengi. Einn af forystumönnum lífeyrissjóðanna sagði í nýlegu viðtali að lífeyrissjóðirnir væru reiðubúnir til að taka þátt í fjármögnun slíkra verkefna. Komi til sölu á eignarhlutum í Íslandsbanka ætti að nýta andvirðið til arðsamra verkefna með stórátaki í samgöngumálum og uppbyggingu stofnana. Stórhætta á nýrri vinstri stjórn Á kosningaári verður hart tekist á um stefnu í stórum málum. Mikilvægt er að ábyrg sjónarmið verði ofan á í þeirri baráttu. Niðurstaða kosninganna gæti þó orðið sú að stjórnmálaflokkar sem kunnir eru að lausatökum og glundroða taki höndum saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Er nærtækast að benda á reynsluna af stjórn flokkanna sem skipa meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir liggur í umsögnum um þingmál á Alþingi að rekstur borgarinnar er fjarri því að vera sjálfbær og áhöld um hvort fjárhagur borgarinnar dugi til að standa undir lögboðnum verkefnum. Vinstri flokkarnir sem skipa meirihlutann í höfuðborginni eru einum fleiri en almennt var gert ráð fyrir í ljósi þess að einn þeirra klauf sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna ágreinings um samskipti við Evrópusambandið. Fái slíkur flokkur aðstöðu að loknum kosningum til að velja milli borgaralegrar ríkisstjórnar og Reykjavíkurstjórnar þarf varla að efast um niðurstöðuna í ljósi sögunnar. Þetta þurfa borgaralega sinnaðir kjósendur að hafa í huga. Fram undan er barátta fyrir borgaralegum gildum, ábyrgri og traustri stjórn á innlandsmálum og víðtækum erlendum samskiptum reistum á fullveldi þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun