Veðurbarinn Rúnar: „Æfingar eins og þegar ég var ungur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 23:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira