Skák og menning Bragi Þorfinnsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun