Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:18 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira