Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. maí 2020 13:55 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Visir/Vilhelm Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1.ársfjórðung sem birtist í gær Icelandair Group undirbýr nú hlutafjárútboð félagsins ásamt þremur bönkum. Áætlað er að útboðið fari fram um miðjan júní. Virði félagsins hefur hríðfallið á markaði eftir á kórónuveirufaraldurinn hófst en í fréttum okkar í gær sagði forstjórinn að virði þess væri mun meira en komi fram í gengi á mörkuðum. Félagið birti bráðabirgðauppgjör í Kauphöllinni í gærkvöldi fyrir 1. ársfjórðung. Þar kemur fram að rekstur Icelandair hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum. Bráðabirgðaniðurstöður fyrsta ársfjórðungs bendi til að tekjur hafi lækkað um 16% milli ára. Ársuppgjör fyrstu tveggja mánaða hafi verið í takt við væntingar en faraldurinn hafi valdið því að mars sé verulega undir væntingum. Rýrnun viðskiptavildar til skammstíma nemi 115 milljón dollurum eða ríflega átján milljörðum íslenskra króna Þá er Ebita fyrirtækisins neikvæða sem samsvarar rekstrartapi um ríflega þrjátíu milljarða króna þar af er afskrift viðskiptavildar stærsti hlutinn en viðskiptavild er skráð sem eign í bókhaldi en er ekki efnisleg eign. Uppgjörið verður birt 4. maí. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að nú sé unnið dag og nótt fyrir væntanlegt hlutfjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/arnar „Meðal þess sem fjárfestar er fyrirsjáanleiki varðandi launakostnað. Samkeppnishæfni og sveigjanleika þannig að við getum stýrt okkar leiðarkerfi og starfsemi í takt við það sem þekkist hjá öðrum félögum sem við erum að keppa við,“ segir Bogi. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1. maí 2020 19:50 Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. 1. maí 2020 18:39 Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. 1. maí 2020 13:27 Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. 30. apríl 2020 21:35 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1.ársfjórðung sem birtist í gær Icelandair Group undirbýr nú hlutafjárútboð félagsins ásamt þremur bönkum. Áætlað er að útboðið fari fram um miðjan júní. Virði félagsins hefur hríðfallið á markaði eftir á kórónuveirufaraldurinn hófst en í fréttum okkar í gær sagði forstjórinn að virði þess væri mun meira en komi fram í gengi á mörkuðum. Félagið birti bráðabirgðauppgjör í Kauphöllinni í gærkvöldi fyrir 1. ársfjórðung. Þar kemur fram að rekstur Icelandair hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum. Bráðabirgðaniðurstöður fyrsta ársfjórðungs bendi til að tekjur hafi lækkað um 16% milli ára. Ársuppgjör fyrstu tveggja mánaða hafi verið í takt við væntingar en faraldurinn hafi valdið því að mars sé verulega undir væntingum. Rýrnun viðskiptavildar til skammstíma nemi 115 milljón dollurum eða ríflega átján milljörðum íslenskra króna Þá er Ebita fyrirtækisins neikvæða sem samsvarar rekstrartapi um ríflega þrjátíu milljarða króna þar af er afskrift viðskiptavildar stærsti hlutinn en viðskiptavild er skráð sem eign í bókhaldi en er ekki efnisleg eign. Uppgjörið verður birt 4. maí. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að nú sé unnið dag og nótt fyrir væntanlegt hlutfjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/arnar „Meðal þess sem fjárfestar er fyrirsjáanleiki varðandi launakostnað. Samkeppnishæfni og sveigjanleika þannig að við getum stýrt okkar leiðarkerfi og starfsemi í takt við það sem þekkist hjá öðrum félögum sem við erum að keppa við,“ segir Bogi.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1. maí 2020 19:50 Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. 1. maí 2020 18:39 Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. 1. maí 2020 13:27 Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. 30. apríl 2020 21:35 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1. maí 2020 19:50
Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. 1. maí 2020 18:39
Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. 1. maí 2020 13:27
Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. 30. apríl 2020 21:35