Ástæða þess að stefnumótun er það besta í krísu Stefán Sigurðsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun