Brjóta höfundarréttarlög með ljóðalestri á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2020 13:27 Ragnheiður Tryggvadóttir segir að með leyfislausum ljóðalestri á Facebook geti menn hæglega verið að brjóta höfundarréttarlög. En, meðal þeirra sem hafa viljað gleðja samferðarfólk á Facebook með ljóðalestri eru þau Stefán Sturla, Tinna og Pálmi. Nú á tímum Covid-19 eflist samkenndin og þar eru listamenn í lykilhlutverki. Nokkrir leikarar svo sem Pálmi Gestsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hafa lesið upp ljóð og birt flutninginn á Facebook við miklar vinsældir. Sem og Stefán Sturla Sigurjónsson en hann komst að því sér til nokkurrar hrellingar að með því er hann að brjóta höfundarréttarlög. Nokkur ljóð sem hann hefur lesið og birt eru á gráu svæði. „Auðvitað átti ég að vita þetta. Taldi bara að flutningur á einu ljóði væri leyfilegt en ekki lestur ljóðabókar. Svona getur maður verið vitlaus,“ segir Stefán Sturla í samtali við Vísi. Hann hefur birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann segir að nú hafi ljóðalestri hans verið takmarkanir settar. Stefán Sturla komst að því sér til nokkurrar hrellingar að hann hefur verið að brjóta höfundarréttarlög með ljóðalestri sínum. „Fékk skilaboð frá félagi rithöfunda að þetta sé opinber flutningur (sem ég hefði átt að vita) og krefst leyfi höfunda og/eða greiða fyrir birtingu efni höfunda. Reyndar gildir 70 ára reglan (frá andláti höfundar) um þennan lestur. Ég mun halda áfram að lesa efni eftir mig og ljóð sem rúmast innan 70 ára reglunnar.“ Pálmi í daglegum samskiptum við formanninn Annar sem hefur viljað stytta vinum sínum og aðdáendum á Facebook stundirnar og miðla ljóðinu til sinna er Pálmi Gestsson leikari. „Ég tók eftir þessu hjá Stefáni í gær og bjóst þá auðvitað við að ég yrði í skotlínunni en hef ekkert verið snupraður ennþá,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort þar kynni klíka að ráða, en formaður Rithöfundasambandsins er Karl Ágúst Úlfsson, félagi Pálma í Spaugstofunni? „Ohh, ætli þau hiki nokkuð við það ef þannig liggur á þeim,“ segir Pálmi sposkur en það sé rétt, hann er nú um stundir í daglegum samskiptum við formanninn. Pálmi fékk góðfúslegt leyfi hjá Þórarni Eldjárn til að lesa ljóð hans og Vísir fékk góðlátlegt leyfi Pálma til að gefa sýnishorn af hinum vinsæla ljóðalestri hans á Facebook. „Hann hefur ekki nefnt þetta enn,“ segir Pálmi sem ætlar að taka þetta upp við Karl Ágúst þá er þeir hittast eftir hádegi. „Ég hef nú reyndar lesið ljóð eftir Karl Ágúst og reyndar töluvert eftir Þórarinn Eldjárn, hann sendi mér nokkrar bækur sínar til þess arna.“ Samskiptamiðlar eru opinber vettvangur Framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins er Ragnheiður Tryggvadóttir. Hún sagði að þetta hafi nú ekki verið svo að athugasemdin við Stefán Sturlu hafi verið sett fram að frumkvæði sambandsins. Heldur komið upp innan vettvangs þess í tengslum við tilkynningu sem gerð var vegna þess að bókasöfn voru að streyma á netinu sögustundum. Ragnheiður vakti athygli félagsmanna á því að til þessa þyrfti leyfi og Stefán Sturla spurði í framhaldi af því hvort ekki þyrfti þá líka leyfir fyrir ljóðalestri á samfélagsmiðlum? „Já, það þarf leyfi fyrir opinberri birtingu. Það er bara ekkert flókið,“ segir Ragnheiður. Sem útskýrir þetta á barnamáli fyrir blaðamanninum. „Höfundur á allan rétt á sínu verki nema það sem hann framselur með samningi. Ef þú framselur útgáfurétt eins og höfundar gera ertu ekki að framselja nein réttindi önnur. Þú framselur bara tiltekin réttindi. Öll önnur réttindi halda áfram að vera hjá höfundinum,“ segir Ragnheiður og nefnir eitt og annað í því sambandi sem getur tengst útgáfu bókar svo sem söluréttur verka til útlanda, hljóðbókaréttur, kvikmyndaréttur… allt eru þetta réttindi sem þarf að selja sérstaklega. Þó dæmi séu um að það sé innifalið. Ragnheiður Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins. Hún segir höfundarréttarmál í deiglunni, nú sem aldrei fyrr. Í þessu tilfelli, ljóðalestri á samfélagsmiðlum; þó ekki sé um að ræða neina greiðslu þurfi engu að síður að fá sérstakt leyfi frá höfundi. Einkanot séu leyfileg og sjálfsögð en fólk megi ekki gleyma því að samfélagsmiðlar eru opinber vettvangur. Höfundarréttur víða fótum troðinn Ragnheiður segir að varðandi bókasöfnin, þá hafi sannarlega ekki verið um einbeittan brotavilja að ræða né annars staðar. Allir hafi einfaldlega beðist afsökunar, höfðu ekki áttað sig á þessu. Enda erfitt þegar svona stendur á og flestir vilji gleðja þjóðina og dreifa huga hennar. „Það loga allir listamannahópar um allan heim í þessari sömu umræðu. Þetta er stétt sem er að fara illa út úr ástandinu, margir sem eiga engan rétt til þeirra úrræða sem er búið að boða. Margir vinna verktakavinnu í einhverjum slumpum. Á sama tíma hefur þörfin aldrei verið meiri eftir verkum þeirra. Við erum að reyna að halda utan um þetta,“ segir Ragheiður og sem telur vert að vekja fólk til umhugsunar um þau atriði sem hér hefur verið tæpt á. „Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Netið er að gera okkur erfitt fyrir,“ segir Ragnheiður. Höfundarréttarmál eru fótum troðin víða og þá eiga oft í hlut, með beinum og óbeinum hætti, þessir stóru alþjóðlegu risar svo sem Facebook, Youtube, Google og Amazon. Bókmenntir Samfélagsmiðlar Menning Höfundaréttur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nú á tímum Covid-19 eflist samkenndin og þar eru listamenn í lykilhlutverki. Nokkrir leikarar svo sem Pálmi Gestsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hafa lesið upp ljóð og birt flutninginn á Facebook við miklar vinsældir. Sem og Stefán Sturla Sigurjónsson en hann komst að því sér til nokkurrar hrellingar að með því er hann að brjóta höfundarréttarlög. Nokkur ljóð sem hann hefur lesið og birt eru á gráu svæði. „Auðvitað átti ég að vita þetta. Taldi bara að flutningur á einu ljóði væri leyfilegt en ekki lestur ljóðabókar. Svona getur maður verið vitlaus,“ segir Stefán Sturla í samtali við Vísi. Hann hefur birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann segir að nú hafi ljóðalestri hans verið takmarkanir settar. Stefán Sturla komst að því sér til nokkurrar hrellingar að hann hefur verið að brjóta höfundarréttarlög með ljóðalestri sínum. „Fékk skilaboð frá félagi rithöfunda að þetta sé opinber flutningur (sem ég hefði átt að vita) og krefst leyfi höfunda og/eða greiða fyrir birtingu efni höfunda. Reyndar gildir 70 ára reglan (frá andláti höfundar) um þennan lestur. Ég mun halda áfram að lesa efni eftir mig og ljóð sem rúmast innan 70 ára reglunnar.“ Pálmi í daglegum samskiptum við formanninn Annar sem hefur viljað stytta vinum sínum og aðdáendum á Facebook stundirnar og miðla ljóðinu til sinna er Pálmi Gestsson leikari. „Ég tók eftir þessu hjá Stefáni í gær og bjóst þá auðvitað við að ég yrði í skotlínunni en hef ekkert verið snupraður ennþá,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort þar kynni klíka að ráða, en formaður Rithöfundasambandsins er Karl Ágúst Úlfsson, félagi Pálma í Spaugstofunni? „Ohh, ætli þau hiki nokkuð við það ef þannig liggur á þeim,“ segir Pálmi sposkur en það sé rétt, hann er nú um stundir í daglegum samskiptum við formanninn. Pálmi fékk góðfúslegt leyfi hjá Þórarni Eldjárn til að lesa ljóð hans og Vísir fékk góðlátlegt leyfi Pálma til að gefa sýnishorn af hinum vinsæla ljóðalestri hans á Facebook. „Hann hefur ekki nefnt þetta enn,“ segir Pálmi sem ætlar að taka þetta upp við Karl Ágúst þá er þeir hittast eftir hádegi. „Ég hef nú reyndar lesið ljóð eftir Karl Ágúst og reyndar töluvert eftir Þórarinn Eldjárn, hann sendi mér nokkrar bækur sínar til þess arna.“ Samskiptamiðlar eru opinber vettvangur Framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins er Ragnheiður Tryggvadóttir. Hún sagði að þetta hafi nú ekki verið svo að athugasemdin við Stefán Sturlu hafi verið sett fram að frumkvæði sambandsins. Heldur komið upp innan vettvangs þess í tengslum við tilkynningu sem gerð var vegna þess að bókasöfn voru að streyma á netinu sögustundum. Ragnheiður vakti athygli félagsmanna á því að til þessa þyrfti leyfi og Stefán Sturla spurði í framhaldi af því hvort ekki þyrfti þá líka leyfir fyrir ljóðalestri á samfélagsmiðlum? „Já, það þarf leyfi fyrir opinberri birtingu. Það er bara ekkert flókið,“ segir Ragnheiður. Sem útskýrir þetta á barnamáli fyrir blaðamanninum. „Höfundur á allan rétt á sínu verki nema það sem hann framselur með samningi. Ef þú framselur útgáfurétt eins og höfundar gera ertu ekki að framselja nein réttindi önnur. Þú framselur bara tiltekin réttindi. Öll önnur réttindi halda áfram að vera hjá höfundinum,“ segir Ragnheiður og nefnir eitt og annað í því sambandi sem getur tengst útgáfu bókar svo sem söluréttur verka til útlanda, hljóðbókaréttur, kvikmyndaréttur… allt eru þetta réttindi sem þarf að selja sérstaklega. Þó dæmi séu um að það sé innifalið. Ragnheiður Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins. Hún segir höfundarréttarmál í deiglunni, nú sem aldrei fyrr. Í þessu tilfelli, ljóðalestri á samfélagsmiðlum; þó ekki sé um að ræða neina greiðslu þurfi engu að síður að fá sérstakt leyfi frá höfundi. Einkanot séu leyfileg og sjálfsögð en fólk megi ekki gleyma því að samfélagsmiðlar eru opinber vettvangur. Höfundarréttur víða fótum troðinn Ragnheiður segir að varðandi bókasöfnin, þá hafi sannarlega ekki verið um einbeittan brotavilja að ræða né annars staðar. Allir hafi einfaldlega beðist afsökunar, höfðu ekki áttað sig á þessu. Enda erfitt þegar svona stendur á og flestir vilji gleðja þjóðina og dreifa huga hennar. „Það loga allir listamannahópar um allan heim í þessari sömu umræðu. Þetta er stétt sem er að fara illa út úr ástandinu, margir sem eiga engan rétt til þeirra úrræða sem er búið að boða. Margir vinna verktakavinnu í einhverjum slumpum. Á sama tíma hefur þörfin aldrei verið meiri eftir verkum þeirra. Við erum að reyna að halda utan um þetta,“ segir Ragheiður og sem telur vert að vekja fólk til umhugsunar um þau atriði sem hér hefur verið tæpt á. „Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Netið er að gera okkur erfitt fyrir,“ segir Ragnheiður. Höfundarréttarmál eru fótum troðin víða og þá eiga oft í hlut, með beinum og óbeinum hætti, þessir stóru alþjóðlegu risar svo sem Facebook, Youtube, Google og Amazon.
Bókmenntir Samfélagsmiðlar Menning Höfundaréttur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira