4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 17:20 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira