Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 12:45 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir það miklar gleðifréttir að enginn hafi greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Vísir Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira