Hætta á að Keflavíkurflugvöllur nái sér ekki á strik fyrr en 2021 Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 20:33 Frá þöglum sölum Keflavíkurflugvallar í dag. Vísir/Egill A Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira