Ferðaþjónustan riðar til falls Tryggvi Jarl Sveinsson skrifar 23. apríl 2020 17:15 Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun