EQS verður flaggskip rafbílaflota Mercedes-Benz Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. apríl 2020 07:00 Framleiðslugerðin af EQS sést hér í felulitunum við hliðina á hugmyndabílnum Vision EQS. Mercedes-Benz EQS verður flaggskip rafbílaflota þýska bílaframleiðandans þegar hann kemur á markað árið 2022. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra undir nafninu Vision EQS. Þessi glæsilegi rafbíll frá Mercedes-Benz verður fyrsti EQ bíll framleiðandans sem byggir á EVA undirvagninum sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EVA undirvagninn gefur því meiri möguleika á auknu innanrými en áður hefur sést að sögn Mercedes-Benz. EQS verður búinn miklum lúxus og tækni fyrir ökumann og farþega og á að vera leiðandi rafbíll í lúxusflokki, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Mercedes-Benz hefur ekki gefið upp nánari upplýsingar um EQS en margir bíða spenntir eftir komu lúxusrafbílsins á markað. Vision EQS hugmyndabíllinn er með um 700 km drægni samkvæmt WLTP staðli og er búinn tveimur öflugum rafmótorum sem skila 469 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. Hámarkstogið er 700 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum. Vision EQS er með nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Bíllinn er búinn nýjasta þriðja stigs kerfi í sjálfkeyrandi akstri og að sögn Mercedes-Benz verður bíllinn að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af stafrænum framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti. AMG útgáfa af EQS kemur á markað fljótlega í kjölfarið en sá verður gríðarlega öflugur með tveimur rafmótorum sem skila alls 600 hestöflum. Það er margt spennandi framundan hjá Mercedes-Benz í rafbíladeildinni. EQC sportjeppinn er sá fyrsti sem kom á markað í fyrra og hefur þónokkraa athygli. Næstu hreinu rafbílarnir sem koma á markað eru EQA, eVito og EQV en Bílaumboðið Askja verður meðal fyrstu umboða í Evrópu sem fá þá bíla til sölu. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent
Mercedes-Benz EQS verður flaggskip rafbílaflota þýska bílaframleiðandans þegar hann kemur á markað árið 2022. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra undir nafninu Vision EQS. Þessi glæsilegi rafbíll frá Mercedes-Benz verður fyrsti EQ bíll framleiðandans sem byggir á EVA undirvagninum sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EVA undirvagninn gefur því meiri möguleika á auknu innanrými en áður hefur sést að sögn Mercedes-Benz. EQS verður búinn miklum lúxus og tækni fyrir ökumann og farþega og á að vera leiðandi rafbíll í lúxusflokki, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Mercedes-Benz hefur ekki gefið upp nánari upplýsingar um EQS en margir bíða spenntir eftir komu lúxusrafbílsins á markað. Vision EQS hugmyndabíllinn er með um 700 km drægni samkvæmt WLTP staðli og er búinn tveimur öflugum rafmótorum sem skila 469 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. Hámarkstogið er 700 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum. Vision EQS er með nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Bíllinn er búinn nýjasta þriðja stigs kerfi í sjálfkeyrandi akstri og að sögn Mercedes-Benz verður bíllinn að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af stafrænum framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti. AMG útgáfa af EQS kemur á markað fljótlega í kjölfarið en sá verður gríðarlega öflugur með tveimur rafmótorum sem skila alls 600 hestöflum. Það er margt spennandi framundan hjá Mercedes-Benz í rafbíladeildinni. EQC sportjeppinn er sá fyrsti sem kom á markað í fyrra og hefur þónokkraa athygli. Næstu hreinu rafbílarnir sem koma á markað eru EQA, eVito og EQV en Bílaumboðið Askja verður meðal fyrstu umboða í Evrópu sem fá þá bíla til sölu.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent