Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börnin þurftu Heimsljós 20. apríl 2020 12:50 UNICEF „Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börn í þessum heimshlutum þurftu,“ segir UNICEF í frétt um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku þar sem hvergi í heiminum eru fleiri börn í neyð vegna stríðsátaka. Kórónaveirufaraldurinn barst tiltölulega seint í þessa heimshluta en staðfest smit er nú rúmlega 105 þúsund og dauðsföllin 5.700, flest í Íran. Haft er eftir Ted Chaiban svæðisstjóra UNICEF í þessum löndum að hvergi sé atvinnuleysi meira meðal ungs fólks og helmingur barna búi við margvíslegan skort og fátækt. Þau njóti ekki grunnþjónustu á borð við menntun, húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu, hafi ekki aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu eða að upplýsingum. „Þetta samspil skorts á grunnþjónustu, áralangra átaka, fátæktar og nú COVID-19 leggst þyngst á viðkvæmustu börnin. Það gerir erfið líf þeirra óbærileg. Því lengur sem þetta varir því djúpstæðari verða áhrifin, einkum á börnin,“ segir Chaiban. Á þessu svæði búa 25 milljónir barna í neyð, þar á meðal börn á flótta og á vergangi. Meirihluti þessara barna var rifinn upp með rótum vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Jemen, Súdan, Palestínu, Írak og Líbíu. Áætlað er að 1,7 milljón störf glatist á þessu ári vegna afleiðinga COVID-19 á efnahags- og atvinnulíf þjóða. Búist er við að þetta fjölgi fólki sem býr við fátækt á svæðinu um 8 milljónir. UNICEF áætlar að helmingur þeirra, eða fjórar milljónir, séu börn. „Afleiðingar þessa, án viðunandi inngrips og öryggisnets, eru þekktar. Fjölskyldur munu í neyð sinni þurfa að senda börn sín í erfiðisvinnu og þrælkun, gefa dætur sínar í hjónaband og draga börn sín úr skóla,“ segir í frétt UNICEF. „Það er mikil gæfa að tilfelli COVID-19 meðal barna eru ekki mörg en á sama tíma er augljóst að þessi heimsfaraldur hefur beinar og alvarlegar afleiðingar í för með sér á líf þeirra engu að síður. Margar fjölskyldur eru að sökkva í fen fátæktar og fyrirvinna heimilisins missa atvinnuna.“ UNICEF vinnur með samstarfsaðilum í öllum löndum þessa svæðis í baráttunni gegn COVID-19 og afleiðingum hennar. UNICEF stendur í umfangsmestu mannúðaraðgerðum veraldar í Sýrlandi og Jemen. UNICEF starfar með stjórnvöldum og öðrum frjálsum félagasamtökum við að ná til barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra með nýjar upplýsingar og fræðslu um það hvernig hægt sé að draga úr smithættu og viðhalda líkamlegri og andlegri velferð allra á þessum erfiðu tímum. Á undanförnum vikum hefur UNICEF náð til 22 milljóna manna í gegnum sjónvarp, útvarp og dagblöð auk þess sem náð hefur verið í 7 milljónir manna með stafrænum hætti. Þrátt fyrir lokun landamæra og lamaðar flugsamgöngur hefur UNICEF samt sem áður afhent 1,6 milljónir eininga af margvíslegum hjálpargögnum innan svæðisins, meðal annars með því að útvega þau hjá innlendum fyrirtækjum, stórum og smáum til að styðja efnahags viðkomandi þjóða. Þá er meðtalinn stuðningur við heilbrigðisráðuneyti, heilbrigðisstarfsmenn og framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem fengið hafa nauðsynleg hjálpargögn á borð við andlitsgrímur, hanska, hlífðarsloppa og gleraugu, COVID-19 prufur, hreinlætisvörur, hitamæla og fræðslu fyrir starfsfólk um meðhöndlun veirunnar og smitvarnir. UNICEF – hjálpum börnum í neyð Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
„Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börn í þessum heimshlutum þurftu,“ segir UNICEF í frétt um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku þar sem hvergi í heiminum eru fleiri börn í neyð vegna stríðsátaka. Kórónaveirufaraldurinn barst tiltölulega seint í þessa heimshluta en staðfest smit er nú rúmlega 105 þúsund og dauðsföllin 5.700, flest í Íran. Haft er eftir Ted Chaiban svæðisstjóra UNICEF í þessum löndum að hvergi sé atvinnuleysi meira meðal ungs fólks og helmingur barna búi við margvíslegan skort og fátækt. Þau njóti ekki grunnþjónustu á borð við menntun, húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu, hafi ekki aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu eða að upplýsingum. „Þetta samspil skorts á grunnþjónustu, áralangra átaka, fátæktar og nú COVID-19 leggst þyngst á viðkvæmustu börnin. Það gerir erfið líf þeirra óbærileg. Því lengur sem þetta varir því djúpstæðari verða áhrifin, einkum á börnin,“ segir Chaiban. Á þessu svæði búa 25 milljónir barna í neyð, þar á meðal börn á flótta og á vergangi. Meirihluti þessara barna var rifinn upp með rótum vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Jemen, Súdan, Palestínu, Írak og Líbíu. Áætlað er að 1,7 milljón störf glatist á þessu ári vegna afleiðinga COVID-19 á efnahags- og atvinnulíf þjóða. Búist er við að þetta fjölgi fólki sem býr við fátækt á svæðinu um 8 milljónir. UNICEF áætlar að helmingur þeirra, eða fjórar milljónir, séu börn. „Afleiðingar þessa, án viðunandi inngrips og öryggisnets, eru þekktar. Fjölskyldur munu í neyð sinni þurfa að senda börn sín í erfiðisvinnu og þrælkun, gefa dætur sínar í hjónaband og draga börn sín úr skóla,“ segir í frétt UNICEF. „Það er mikil gæfa að tilfelli COVID-19 meðal barna eru ekki mörg en á sama tíma er augljóst að þessi heimsfaraldur hefur beinar og alvarlegar afleiðingar í för með sér á líf þeirra engu að síður. Margar fjölskyldur eru að sökkva í fen fátæktar og fyrirvinna heimilisins missa atvinnuna.“ UNICEF vinnur með samstarfsaðilum í öllum löndum þessa svæðis í baráttunni gegn COVID-19 og afleiðingum hennar. UNICEF stendur í umfangsmestu mannúðaraðgerðum veraldar í Sýrlandi og Jemen. UNICEF starfar með stjórnvöldum og öðrum frjálsum félagasamtökum við að ná til barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra með nýjar upplýsingar og fræðslu um það hvernig hægt sé að draga úr smithættu og viðhalda líkamlegri og andlegri velferð allra á þessum erfiðu tímum. Á undanförnum vikum hefur UNICEF náð til 22 milljóna manna í gegnum sjónvarp, útvarp og dagblöð auk þess sem náð hefur verið í 7 milljónir manna með stafrænum hætti. Þrátt fyrir lokun landamæra og lamaðar flugsamgöngur hefur UNICEF samt sem áður afhent 1,6 milljónir eininga af margvíslegum hjálpargögnum innan svæðisins, meðal annars með því að útvega þau hjá innlendum fyrirtækjum, stórum og smáum til að styðja efnahags viðkomandi þjóða. Þá er meðtalinn stuðningur við heilbrigðisráðuneyti, heilbrigðisstarfsmenn og framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem fengið hafa nauðsynleg hjálpargögn á borð við andlitsgrímur, hanska, hlífðarsloppa og gleraugu, COVID-19 prufur, hreinlætisvörur, hitamæla og fræðslu fyrir starfsfólk um meðhöndlun veirunnar og smitvarnir. UNICEF – hjálpum börnum í neyð Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent