Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2020 16:31 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að auglýsa afsláttinn einungis inn í verslunum. Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira