Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:22 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira