Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2020 22:57 Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Rangheiðar, segir að auka þurfi aðgang að viðhaldsmeðferð á Íslandi. Stöð 2 Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56
Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55
Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19