Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 18:23 Yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðs lýsa yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn. Vísir/Vilhelm Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. Vantraustsyfirlýsingin kemur í kjölfar uppsagna átta starfsmanna á Vogi sem leiddu til þess að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði sjálf upp störfum. Uppsagnirnar voru án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Formaður SÁÁ hefur boðist til þess að stíga til hliðar vegna málsins. Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Í vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins segja þau þessa framkomu framkvæmdastjórnarinnar hafa alið á vantrausti og þau lýsa miklum áhyggjum yfir því að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorðað vald yfir rekstri meðferðarsviði og ógnað þar með faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við yfirmenn. „Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi,“ segir í yfirlýsingunni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Lýsa yfir stuðningi við Valgerði sem íhugar að draga uppsögn sína til baka Í yfirlýsingunni er lýsir starfsfólkið yfir fullum stuðningi við Valgerði og segja þau vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar vera vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Bæði Valgerður og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur séu mikilvægar starfseminni og því hafi verið reiðarslag að Ingunni og öðrum sálfræðingum hafi verið sagt upp. „Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs.“ Þá fer starfsfólkið fram á það að framkvæmdastjórnin dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks á meðferðarsviði og að framkvæmdastjórnin öll og formaður stígi umsvifalaust til hliðar. Þau vilji að stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti. „Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.“ Í samtali við fréttastofu segir Valgerður að hún sé tilbúin að skoða möguleikann á að draga uppsögn sína til baka. Það velti þó á breytingum í umgjörð starfseminnar. Yfirvöld þurfi að hjálpa samtökunum í þessari krísu, og brúa bil, þar til hægt er að gera aðrar ráðstafanir til lengri tíma. Mikilvægast sé að Vogur og aðrir starfsstaðir SÁÁ geti sinnt sínum skjólstæðingum. Undir vantraustsyfirlýsinguna skrifa yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðsins: Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir Guðbjörn Björnsson, yfirlæknir Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Guðmann Magnússon, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jón Börkur Ákason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík Hörður J Oddfríðarson, dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Berglind Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Tinna Dögg Jóhannsdóttir, ráðgjafanemi SÁÁ Rodrigo Vito Cruz Corcuera, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Lea Floresca Esteban, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Arndís Ásgeirsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Páll Heiðar Jónsson, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Auður Teitsdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Helga Þormóðsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Sandra Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Baldvin Þorsteinsson, ráðgjafanemi SÁÁ Silja Jónsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Elín Þórdís Meldal, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jakob Smári Magnússon, ráðgjafanemi SÁÁ Júlía Guðrún Aspelund, lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ Sólborg Indiana Guðjónsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ Birkir Björnsson , ráðgjafanemi, SÁÁ Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Emilija Aleksandraviciene, sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi Vignir Fannar Valgeirsson, ráðgjafanemi SÁÁ Tita Valle, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Ingibjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Helga Agnes Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Oddur Sigurjónsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Einar Þór Karlsson, ráðgjafanemi, SÁÁ Ingunn Hekla Jónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Sunneva Ýr Sævarsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Þorgeir Steingrímsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hrefna Mjöll Þórisdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Sara Karlsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Rakel Birgisdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Dagrún Þórný Marínardóttir, læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Natasa Stankovics, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Guðrún Ósk Njálsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Arnór Björnsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hólmfríður Víkingsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bryndís Árný Kristínardóttir, sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi María Svava Snæfells, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bjarnrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Kristrún Pétursdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Páll Bjarnason, dagsskrárstjóri Vogi Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Vilborg Þórsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Eyþór Jónsson, læknir, sjúkrahúsinu Vogi Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. Vantraustsyfirlýsingin kemur í kjölfar uppsagna átta starfsmanna á Vogi sem leiddu til þess að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði sjálf upp störfum. Uppsagnirnar voru án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Formaður SÁÁ hefur boðist til þess að stíga til hliðar vegna málsins. Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Í vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins segja þau þessa framkomu framkvæmdastjórnarinnar hafa alið á vantrausti og þau lýsa miklum áhyggjum yfir því að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorðað vald yfir rekstri meðferðarsviði og ógnað þar með faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við yfirmenn. „Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi,“ segir í yfirlýsingunni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Lýsa yfir stuðningi við Valgerði sem íhugar að draga uppsögn sína til baka Í yfirlýsingunni er lýsir starfsfólkið yfir fullum stuðningi við Valgerði og segja þau vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar vera vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Bæði Valgerður og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur séu mikilvægar starfseminni og því hafi verið reiðarslag að Ingunni og öðrum sálfræðingum hafi verið sagt upp. „Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs.“ Þá fer starfsfólkið fram á það að framkvæmdastjórnin dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks á meðferðarsviði og að framkvæmdastjórnin öll og formaður stígi umsvifalaust til hliðar. Þau vilji að stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti. „Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.“ Í samtali við fréttastofu segir Valgerður að hún sé tilbúin að skoða möguleikann á að draga uppsögn sína til baka. Það velti þó á breytingum í umgjörð starfseminnar. Yfirvöld þurfi að hjálpa samtökunum í þessari krísu, og brúa bil, þar til hægt er að gera aðrar ráðstafanir til lengri tíma. Mikilvægast sé að Vogur og aðrir starfsstaðir SÁÁ geti sinnt sínum skjólstæðingum. Undir vantraustsyfirlýsinguna skrifa yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðsins: Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir Guðbjörn Björnsson, yfirlæknir Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Guðmann Magnússon, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jón Börkur Ákason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík Hörður J Oddfríðarson, dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Berglind Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Tinna Dögg Jóhannsdóttir, ráðgjafanemi SÁÁ Rodrigo Vito Cruz Corcuera, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Lea Floresca Esteban, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Arndís Ásgeirsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Páll Heiðar Jónsson, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Auður Teitsdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Helga Þormóðsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Sandra Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Baldvin Þorsteinsson, ráðgjafanemi SÁÁ Silja Jónsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Elín Þórdís Meldal, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jakob Smári Magnússon, ráðgjafanemi SÁÁ Júlía Guðrún Aspelund, lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ Sólborg Indiana Guðjónsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ Birkir Björnsson , ráðgjafanemi, SÁÁ Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Emilija Aleksandraviciene, sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi Vignir Fannar Valgeirsson, ráðgjafanemi SÁÁ Tita Valle, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Ingibjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Helga Agnes Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Oddur Sigurjónsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Einar Þór Karlsson, ráðgjafanemi, SÁÁ Ingunn Hekla Jónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Sunneva Ýr Sævarsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Þorgeir Steingrímsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hrefna Mjöll Þórisdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Sara Karlsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Rakel Birgisdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Dagrún Þórný Marínardóttir, læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Natasa Stankovics, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Guðrún Ósk Njálsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Arnór Björnsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hólmfríður Víkingsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bryndís Árný Kristínardóttir, sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi María Svava Snæfells, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bjarnrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Kristrún Pétursdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Páll Bjarnason, dagsskrárstjóri Vogi Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Vilborg Þórsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Eyþór Jónsson, læknir, sjúkrahúsinu Vogi
Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49