Sóttvarnalæknir segir hugmynd læknanna á norðausturhorni landsins óraunhæfa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 16:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fræðilega og sögulega sé það skammgóður vermir að loka sig af í faraldri eins og þeim sem nú geisar vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hugmynd lækna á norðausturhluta landsins um að loka tilteknu landsvæði fyrir almennri umferð svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar sé algjörlega óraunhæf. Fræðilega og sögulega séð sé það skammgóður vermir að loka sig af þar sem faraldurinn muni koma aftan að fólki síðar, nema lokunin sé í mjög langan tíma, eitt til tvö ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn í dag. Á fundinum var meðal annars spurt út í óskir tveggja heilsugæslulækna á norðausturhorninu, þeirra Sigurðar Halldórssonar og Atla Árnasonar, um að almenn umferð inn á þeirra þjónustusvæði, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, verði stöðvuð. Höfðu þeir lagt til að vöruflutningar inn á svæðið yrðu háðir ströngum skilyrðum og að allir sem kæmu inn á svæðið yrði gert að fara í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Bentu þeir á beiðni sinni til stuðnings að enn hefði ekki neitt smit greinst á svæðinu. Ósk læknanna var hafnað eftir fund aðgerðastjórnar á Norðurlandi eystra með Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Var Þórólfur spurður að því á upplýsingafundinum í dag hvers vegna læknarnir megi ekki gera þessa tilraun á þessu afmarkaða svæði. „Menn verða að hafa einhver rök fyrir því að vilja gera þetta því það getur kostað sveitarfélagið og svæðið mjög mikið að gera þetta. Þessar tillögur sem komu fram voru mjög óraunhæfar. Í fyrsta lagi að leyfa fólki að fara út af svæðinu, leyfa fólki aftur að koma inn á svæðið og fara í sóttkví í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Við vitum það að stór hluti er einkennalítill, einkennalaus. Þetta er algjörlega í mínum huga óraunhæf aðgerð og eins og ég sagði áður þá er það bæði stutt fræðilegum rökum og sögulegum rökum. Ef menn vilja vernda þennan hóp núna og halda að þeir geti gert það með þessum aðgerðum, kannski myndi það takast, þá myndu þeir fá hann aftur og hvað ætla menn að gera þá?“ „Faraldurinn mun koma í bakið á okkur fyrr eða síðar“ Við upphaf fundarins hafði sóttvarnalæknir einmitt rætt svokallað samgöngubann, það er að takmarka samgöngur á milli landshluta og jafnvel loka tilteknum svæðum alveg fyrir almennri umferð. „Ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður og sagði í gær að fræðilegar rannsóknir á samgöngubanni sýna mögulega árangur af samgöngubanni ef samgöngur eru heftar að minnsta kosti 99 prósent í töluvert langan tíma. En jafnvel með slíku banni þá er kannski besta vonin til þess að það megi fresta faraldrinum um einhverjar vikur en hann mun koma,“ sagði Þórólfur. Benti hann í þessu samhengi á sögulegar staðreyndir í tengslum við spænsku veikina 1918. „Þegar það tókst að hefta faraldurinn þann vetur í ýmsum landshlutum en sagan segir líka að á næstu árum og næstu vetrum á eftir þá kom faraldurinn upp annars staðar með alvarlegum afleiðingum. Þannig að ég held að það sé nokkuð góður samhljómur alls staðar um það að við munum ekki ná árangri með því að loka okkur einhvers staðar af. Það er mjög skammgóður vermir og faraldurinn mun koma í bakið á okkur fyrr eða síðar nema við lokum okkur af í mjög langan tíma, eitt til tvö ár.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Langanesbyggð Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hugmynd lækna á norðausturhluta landsins um að loka tilteknu landsvæði fyrir almennri umferð svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar sé algjörlega óraunhæf. Fræðilega og sögulega séð sé það skammgóður vermir að loka sig af þar sem faraldurinn muni koma aftan að fólki síðar, nema lokunin sé í mjög langan tíma, eitt til tvö ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn í dag. Á fundinum var meðal annars spurt út í óskir tveggja heilsugæslulækna á norðausturhorninu, þeirra Sigurðar Halldórssonar og Atla Árnasonar, um að almenn umferð inn á þeirra þjónustusvæði, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, verði stöðvuð. Höfðu þeir lagt til að vöruflutningar inn á svæðið yrðu háðir ströngum skilyrðum og að allir sem kæmu inn á svæðið yrði gert að fara í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Bentu þeir á beiðni sinni til stuðnings að enn hefði ekki neitt smit greinst á svæðinu. Ósk læknanna var hafnað eftir fund aðgerðastjórnar á Norðurlandi eystra með Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Var Þórólfur spurður að því á upplýsingafundinum í dag hvers vegna læknarnir megi ekki gera þessa tilraun á þessu afmarkaða svæði. „Menn verða að hafa einhver rök fyrir því að vilja gera þetta því það getur kostað sveitarfélagið og svæðið mjög mikið að gera þetta. Þessar tillögur sem komu fram voru mjög óraunhæfar. Í fyrsta lagi að leyfa fólki að fara út af svæðinu, leyfa fólki aftur að koma inn á svæðið og fara í sóttkví í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Við vitum það að stór hluti er einkennalítill, einkennalaus. Þetta er algjörlega í mínum huga óraunhæf aðgerð og eins og ég sagði áður þá er það bæði stutt fræðilegum rökum og sögulegum rökum. Ef menn vilja vernda þennan hóp núna og halda að þeir geti gert það með þessum aðgerðum, kannski myndi það takast, þá myndu þeir fá hann aftur og hvað ætla menn að gera þá?“ „Faraldurinn mun koma í bakið á okkur fyrr eða síðar“ Við upphaf fundarins hafði sóttvarnalæknir einmitt rætt svokallað samgöngubann, það er að takmarka samgöngur á milli landshluta og jafnvel loka tilteknum svæðum alveg fyrir almennri umferð. „Ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður og sagði í gær að fræðilegar rannsóknir á samgöngubanni sýna mögulega árangur af samgöngubanni ef samgöngur eru heftar að minnsta kosti 99 prósent í töluvert langan tíma. En jafnvel með slíku banni þá er kannski besta vonin til þess að það megi fresta faraldrinum um einhverjar vikur en hann mun koma,“ sagði Þórólfur. Benti hann í þessu samhengi á sögulegar staðreyndir í tengslum við spænsku veikina 1918. „Þegar það tókst að hefta faraldurinn þann vetur í ýmsum landshlutum en sagan segir líka að á næstu árum og næstu vetrum á eftir þá kom faraldurinn upp annars staðar með alvarlegum afleiðingum. Þannig að ég held að það sé nokkuð góður samhljómur alls staðar um það að við munum ekki ná árangri með því að loka okkur einhvers staðar af. Það er mjög skammgóður vermir og faraldurinn mun koma í bakið á okkur fyrr eða síðar nema við lokum okkur af í mjög langan tíma, eitt til tvö ár.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Langanesbyggð Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira