Halda kröfunni til streitu: „Feginn að hafa ekki verið í þessum hópi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, var í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. VSV/Vísir/Óskar P. Friðriksson Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan. Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45