Hver er staða ferðaþjónustunnar? Friðrik Árnason skrifar 19. apríl 2020 10:30 Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun