Útlit fyrir að meira milt loft komist til landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2020 09:39 Álftarpar á Árbæjarlóni í morgun í suðvestan éljagangi með Breiðholtshvarf í baksýn. Nú styttist í að þessi stærsti fugl Íslands fari að huga að hreiðurgerð og varpi. Mynd/KMU Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira