Fyrir framhaldsskólanemendur – hvað getið þið gert? Bóas Valdórsson skrifar 24. mars 2020 09:00 Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun