Doktor í lýðheilsuvísindum gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda: „Því fyrr sem þú lokar skólum því betra“ Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 15:55 Chris McClure er doktor í lýðheilsuvísindum og stundaði meistaranám við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann furðar sig á því að leik- og grunnskólum hér á landi hafi ekki verið lokað. Vísir/vilhelm Allar rannsóknir benda til þess að skólalokanir skili meiri árangri í baráttunni við veirufaraldra á borð við kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum heldur en sóttkví og samkomubönn. Þetta segir Chris McClure, doktor í lýðheilsuvísindum sem búsettur er hér á landi, en hann gagnrýnir aðgerðir og yfirlýsingar stjórnvalda harðlega í nýrri grein sem hann birtir í dag. Í samtali við Vísi segir Chris skólalokanir óumflýjanlegar. Ef yfirvöld eru tilbúin til þess að loka skólum þegar smit koma upp sé eina vitið að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og loka þeim strax, sérstaklega þar sem börn geta verið smitberar þrátt fyrir að vera einkennalaus. „Þú getur horft á Ísland, sérstaklega Reykjavík, sem eitt samfélag. Allir lýðheilsufræðingar og öll gögn benda til þess að því fyrr sem þú lokar skólum því betra, sérstaklega hvað varðar smithættu og líkur á dauðsföllum. Ef þú vilt bíða eftir því að tilfelli kemur upp muntu á endanum þurfa að loka skólanum en þú missir af tækifærinu að fyrirbyggja slíkt með því að loka skólanum strax,“ segir Chris. Sjálfur eigi hann tvö börn í skóla hér á landi og hafi tekið þá ákvörðun í samráði við barnsmóður sína að taka þau úr skólanum. Það hafi verið eina vitið ef litið væri til rannsókna. Finnst heilbrigðisyfirvöld gefa misvísandi upplýsingar „Ég ákvað að skrifa þetta því mér finnst Landlæknisembættið vera að gefa rangar upplýsingar varðandi faraldurinn. Þegar var fullyrt að það væri lítið sem benti til þess að það væri gagnlegt að loka skólum var verið að fara gegn hundrað ára rannsóknarvinnu í þessum efnum. Það er almenn samstaða meðal faraldsfræðinga að það sé mjög árangursríkt að loka skólum þegar svona kemur upp,“ segir Chris. Hann segir mikilvægt að líta til þess að fólk getur verið smitandi í einhverja daga áður en einkenni koma fram og það séu slæmar fréttir í ljósi þess að núverandi faraldur er mun skæðari en aðrir faraldrar sem hafa komið fram undanfarna áratugi. Ef börn komi saman af mismunandi heimilum séu meiri líkur á því að smitum fjölgi. „Börn, sem myndu að öllum líkindum ekki smitast ef þau væru ekki í skóla og í samfélagi þar sem væri búið að loka öllu, og þau væru ekki í umhverfi þar sem smithætta væri mikil, eru nú fullkomlega í umhverfi þar sem þau geta smitast af einkennalausum börnum. Þetta hjálpar veirunni að smitast milli heimila.“ Með því að börn smiti sín á milli er verið að auka hættuna á því að fólk í þeirra nærumhverfi smitist. Chris segir auðvelt að sjá smitleiðina frá börnum til foreldra, sem gætu síðar smitað vinnufélaga og vini. Þó börn séu ólíklegri til að fá alvarleg einkenni geta þau smitað marga sem eru í viðkvæmari hópum. „Þá er þetta orðin bið eftir því að sjá hver í því stóra tengslaneti sýni einkenni fyrstur. Það er spurning sem gæti tekið margar vikur að fá svar við,“ segir Chris og bætir við að vandamálið aukist enn frekar þar sem einkennalausir geti ekki fengið greiningu sem stendur. Hann segir það vera hlutverk ríkisins að finna út úr þeim vandamálum sem fylgja því að loka skólum. Það þurfi að finna leiðir til þess að tryggja umönnun barna heilbrigðisstarfsfólks en það sé eitthvað sem ríkið ætti að geta leyst úr. „Það er hlutverk yfirvalda að finna út úr því. Þegar allt kemur til alls búum við í mjög tengdu samfélagi þar sem samgangur er mikill á hverjum degi og tölfræðin sýnir okkur það að ein manneskja getur smitað verulega út frá sér.“ Allar þjóðir að horfa fram á erfiða baráttu Chris segir erfitt markmið að ætla að jafna út kúrvuna, sérstaklega í landi þar sem við búum við takmarkað aðgengi að helstu nauðsynjum. Hér sé takmarkaður fjöldi rýma á sjúkrahúsum og ekki mikill fjöldi öndunarvéla. Þegar allur heimurinn er að keppast um slíkar nauðsynjar sé því ljóst að eftirspurnin verði mun meira en framboðið. „Við erum að verðið á þessum nauðsynjum er að hækka mikið og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið það út að framboðið muni ekki anna eftirspurn,“ segir Chris sem telur íslenska heilbrigðiskerfið einstaklega viðkvæmt fyrir þessu. „Heimsbyggðin öll mun þurfa að glíma við mikla röskun á markaði vegna þess hversu mikil eftirspurn er eftir hlífðarbúnaði til að mynda.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varaði fyrr í mánuðinum við skorti á hlífðarbúnaði.Vísir/Vilhelm Reynsluleysi að gefa út nákvæma dagsetningu Chris gagnrýnir jafnframt orð landlæknis um að faraldurinn gæti náð hámarki um miðjan apríl. Í umræðuþætti um veiruna á RÚV sagði Alma Möller að spár gæfu til kynna að faraldurinn gæti náð hámarki í kringum 10. apríl, en ítrekaði þó að þetta væri sagt með miklum fyrirvara. „Að gefa út svo nákvæma dagsetningu og segja að faraldurinn nái hámarki 10. apríl ber vott um reynsluleysi í þessum efnum. Það er of mikið að koma fram sem gefur fólki falska öryggiskennd því veirunni er alveg sama - hún mun halda áfram að dreifa sér,“ segir Chris. Sjá einnig: Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Hann segir ekkert annað duga en harðar aðgerðir í baráttunni við faraldurinn. Allar líkur séu á því að annar faraldur geti komið upp seinna meir og það skipti miklu máli að allur heimurinn læri af þessum sem gengur yfir núna. Það megi ekki draga úr alvarleika málsins þar sem kórónuveiran sem veldur COVID-19 sé mjög skæð veira. „Ef þú ættir að hanna vírus sem ætti að ná til sem flestra og valda eins miklum skaða og mögulegt er, þá myndirðu örugglega hanna eitthvað í líkingu við þetta. Hópurinn sem hugar minnst að hreinlæti, eins og börn, og eru í miklum líkamlegum samskiptum við aðra í afmörkuðum rýmum og sýna lítil einkenni – það er eins og að hafa SARS-vírusinn nema láta smitberana sýna minnstu einkennin.“ Chris segist bera ómælda virðingu fyrir Kára Stefánssyni og hans teymi sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki. Það sé undir auknu álagi í umhverfi þar sem er fyrir mikið álag og þurfi að vinna með það sem það hefur. Því sé enn þá mikilvægara að grípa til harðari aðgerða þar sem veiran mun hafa áhrif á flesta í samfélaginu og Ísland sé í einstaklega góðri stöðu til þess að stýra útbreiðslunni betur en aðrar þjóðir. „Tölfræðilega séð munu allir þekkja einhvern sem mun glíma við varanlegar afleiðingar vegna þessa sjúkdóms, sama hvort það sé lungnaskemmdir eða annað, eða þekkja einhvern sem dó. Þetta er ógnvekjandi faraldur en það þarf að grípa til ráðstafana í samræmi við það.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir smithættu vegna barna takmarkaða Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, ræddi meðal annars þetta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Aðspurður hvort það væru vísindi á bak við þá ákvörðun að hafa yngstu skólastigin opin sagði hann vera litið til þess hvað væri vitað um veiruna. „Þá þurfum við að horfa á það hvað nákvæmlega við vitum um veiruna; hvernig hún smitast manna á milli, hvernig framgangur sjúkdómsins er og allt það. Það er nokkuð vel vitað núna að af einhverjum ástæðum verða börn og mjög ungt fólk verða mjög lítið veik af veirunni og í mörgum tilfellum algjörlega einkennalaus,“ sagði Kjartan Hreinn. Hann sagði veiruna smitast í gegnum þau einkenni sem fylgja sjúkdómnum og nefndi þar til að mynda hósta og kvef. Ef þau einkenni væru ekki til staðar væri mjög lítil hætta á því að börn smituðu aðra þó svo að börnin sjálf gætu smitast. „Á sama tíma og það er gripið til ákveðinna ráðstafana í skólunum með því að takmarka fjölda í hópi, takmarka samgang milli þessara hópa og viðhafa þessa almennu smitgát sem er handþvottur og allt það, að þá er hægt að algjörlega lágmarka smithættuna.“ Aðgerðirnar sífellt í skoðun Kjartan Hreinn sagði þær aðgerðir sem ráðist er í sífellt vera í endurskoðun. Á hverjum degi sé metið hvort verið sé að beita réttum aðferðum, hvort það þurfi að ganga lengra eða hvort það sé jafnvel verið að ganga of langt. „Ég skil alveg að mörgum finnist þetta svolítið sérkennilegt […] Við þurfum líka að hafa í huga þetta samhengi hlutanna sem er það að markmið okkar er að lágmarka álag á heilbrigðiskerfið, við þurfum að tryggja það að geti tekið þátt í þessu með okkur með því að vera meðvituð um stöðuna,“ sagði Kjartan Hreinn og bætti við að samfélagið þyrfti að vera virkt að einhverju leyti. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi að einhverju leyti því án þess verður mjög erfitt að framfylgja hinum aðgerðunum. Þetta snýst líka um það að við viljum ekki missa fólk af til dæmis Landspítalanum vegna þess að þau þurfa að vera heima með börn eða eitthvað slíkt, það er þekkt vandamál í svona aðgerðum þar sem öllum skólum er lokað.“ Hann ítrekaði þó að breytingar gætu orðið á þar sem yfirvöld væru sífellt að meta hvað ætti við hverju sinni. „Þetta jafnvægi og þetta mat er sífellt í endurskoðun. Það getur vel verið að þetta verði endurskoðað.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi í dag.Vísir/Vilhelm Kynna hertar aðgerðir í dag eða á morgun Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Sjá einnig: Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal þess sem kemur til greina er að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Þá vilji almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Svona var tuttugasti og fyrsti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Allar rannsóknir benda til þess að skólalokanir skili meiri árangri í baráttunni við veirufaraldra á borð við kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum heldur en sóttkví og samkomubönn. Þetta segir Chris McClure, doktor í lýðheilsuvísindum sem búsettur er hér á landi, en hann gagnrýnir aðgerðir og yfirlýsingar stjórnvalda harðlega í nýrri grein sem hann birtir í dag. Í samtali við Vísi segir Chris skólalokanir óumflýjanlegar. Ef yfirvöld eru tilbúin til þess að loka skólum þegar smit koma upp sé eina vitið að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og loka þeim strax, sérstaklega þar sem börn geta verið smitberar þrátt fyrir að vera einkennalaus. „Þú getur horft á Ísland, sérstaklega Reykjavík, sem eitt samfélag. Allir lýðheilsufræðingar og öll gögn benda til þess að því fyrr sem þú lokar skólum því betra, sérstaklega hvað varðar smithættu og líkur á dauðsföllum. Ef þú vilt bíða eftir því að tilfelli kemur upp muntu á endanum þurfa að loka skólanum en þú missir af tækifærinu að fyrirbyggja slíkt með því að loka skólanum strax,“ segir Chris. Sjálfur eigi hann tvö börn í skóla hér á landi og hafi tekið þá ákvörðun í samráði við barnsmóður sína að taka þau úr skólanum. Það hafi verið eina vitið ef litið væri til rannsókna. Finnst heilbrigðisyfirvöld gefa misvísandi upplýsingar „Ég ákvað að skrifa þetta því mér finnst Landlæknisembættið vera að gefa rangar upplýsingar varðandi faraldurinn. Þegar var fullyrt að það væri lítið sem benti til þess að það væri gagnlegt að loka skólum var verið að fara gegn hundrað ára rannsóknarvinnu í þessum efnum. Það er almenn samstaða meðal faraldsfræðinga að það sé mjög árangursríkt að loka skólum þegar svona kemur upp,“ segir Chris. Hann segir mikilvægt að líta til þess að fólk getur verið smitandi í einhverja daga áður en einkenni koma fram og það séu slæmar fréttir í ljósi þess að núverandi faraldur er mun skæðari en aðrir faraldrar sem hafa komið fram undanfarna áratugi. Ef börn komi saman af mismunandi heimilum séu meiri líkur á því að smitum fjölgi. „Börn, sem myndu að öllum líkindum ekki smitast ef þau væru ekki í skóla og í samfélagi þar sem væri búið að loka öllu, og þau væru ekki í umhverfi þar sem smithætta væri mikil, eru nú fullkomlega í umhverfi þar sem þau geta smitast af einkennalausum börnum. Þetta hjálpar veirunni að smitast milli heimila.“ Með því að börn smiti sín á milli er verið að auka hættuna á því að fólk í þeirra nærumhverfi smitist. Chris segir auðvelt að sjá smitleiðina frá börnum til foreldra, sem gætu síðar smitað vinnufélaga og vini. Þó börn séu ólíklegri til að fá alvarleg einkenni geta þau smitað marga sem eru í viðkvæmari hópum. „Þá er þetta orðin bið eftir því að sjá hver í því stóra tengslaneti sýni einkenni fyrstur. Það er spurning sem gæti tekið margar vikur að fá svar við,“ segir Chris og bætir við að vandamálið aukist enn frekar þar sem einkennalausir geti ekki fengið greiningu sem stendur. Hann segir það vera hlutverk ríkisins að finna út úr þeim vandamálum sem fylgja því að loka skólum. Það þurfi að finna leiðir til þess að tryggja umönnun barna heilbrigðisstarfsfólks en það sé eitthvað sem ríkið ætti að geta leyst úr. „Það er hlutverk yfirvalda að finna út úr því. Þegar allt kemur til alls búum við í mjög tengdu samfélagi þar sem samgangur er mikill á hverjum degi og tölfræðin sýnir okkur það að ein manneskja getur smitað verulega út frá sér.“ Allar þjóðir að horfa fram á erfiða baráttu Chris segir erfitt markmið að ætla að jafna út kúrvuna, sérstaklega í landi þar sem við búum við takmarkað aðgengi að helstu nauðsynjum. Hér sé takmarkaður fjöldi rýma á sjúkrahúsum og ekki mikill fjöldi öndunarvéla. Þegar allur heimurinn er að keppast um slíkar nauðsynjar sé því ljóst að eftirspurnin verði mun meira en framboðið. „Við erum að verðið á þessum nauðsynjum er að hækka mikið og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið það út að framboðið muni ekki anna eftirspurn,“ segir Chris sem telur íslenska heilbrigðiskerfið einstaklega viðkvæmt fyrir þessu. „Heimsbyggðin öll mun þurfa að glíma við mikla röskun á markaði vegna þess hversu mikil eftirspurn er eftir hlífðarbúnaði til að mynda.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varaði fyrr í mánuðinum við skorti á hlífðarbúnaði.Vísir/Vilhelm Reynsluleysi að gefa út nákvæma dagsetningu Chris gagnrýnir jafnframt orð landlæknis um að faraldurinn gæti náð hámarki um miðjan apríl. Í umræðuþætti um veiruna á RÚV sagði Alma Möller að spár gæfu til kynna að faraldurinn gæti náð hámarki í kringum 10. apríl, en ítrekaði þó að þetta væri sagt með miklum fyrirvara. „Að gefa út svo nákvæma dagsetningu og segja að faraldurinn nái hámarki 10. apríl ber vott um reynsluleysi í þessum efnum. Það er of mikið að koma fram sem gefur fólki falska öryggiskennd því veirunni er alveg sama - hún mun halda áfram að dreifa sér,“ segir Chris. Sjá einnig: Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Hann segir ekkert annað duga en harðar aðgerðir í baráttunni við faraldurinn. Allar líkur séu á því að annar faraldur geti komið upp seinna meir og það skipti miklu máli að allur heimurinn læri af þessum sem gengur yfir núna. Það megi ekki draga úr alvarleika málsins þar sem kórónuveiran sem veldur COVID-19 sé mjög skæð veira. „Ef þú ættir að hanna vírus sem ætti að ná til sem flestra og valda eins miklum skaða og mögulegt er, þá myndirðu örugglega hanna eitthvað í líkingu við þetta. Hópurinn sem hugar minnst að hreinlæti, eins og börn, og eru í miklum líkamlegum samskiptum við aðra í afmörkuðum rýmum og sýna lítil einkenni – það er eins og að hafa SARS-vírusinn nema láta smitberana sýna minnstu einkennin.“ Chris segist bera ómælda virðingu fyrir Kára Stefánssyni og hans teymi sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki. Það sé undir auknu álagi í umhverfi þar sem er fyrir mikið álag og þurfi að vinna með það sem það hefur. Því sé enn þá mikilvægara að grípa til harðari aðgerða þar sem veiran mun hafa áhrif á flesta í samfélaginu og Ísland sé í einstaklega góðri stöðu til þess að stýra útbreiðslunni betur en aðrar þjóðir. „Tölfræðilega séð munu allir þekkja einhvern sem mun glíma við varanlegar afleiðingar vegna þessa sjúkdóms, sama hvort það sé lungnaskemmdir eða annað, eða þekkja einhvern sem dó. Þetta er ógnvekjandi faraldur en það þarf að grípa til ráðstafana í samræmi við það.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir smithættu vegna barna takmarkaða Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, ræddi meðal annars þetta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Aðspurður hvort það væru vísindi á bak við þá ákvörðun að hafa yngstu skólastigin opin sagði hann vera litið til þess hvað væri vitað um veiruna. „Þá þurfum við að horfa á það hvað nákvæmlega við vitum um veiruna; hvernig hún smitast manna á milli, hvernig framgangur sjúkdómsins er og allt það. Það er nokkuð vel vitað núna að af einhverjum ástæðum verða börn og mjög ungt fólk verða mjög lítið veik af veirunni og í mörgum tilfellum algjörlega einkennalaus,“ sagði Kjartan Hreinn. Hann sagði veiruna smitast í gegnum þau einkenni sem fylgja sjúkdómnum og nefndi þar til að mynda hósta og kvef. Ef þau einkenni væru ekki til staðar væri mjög lítil hætta á því að börn smituðu aðra þó svo að börnin sjálf gætu smitast. „Á sama tíma og það er gripið til ákveðinna ráðstafana í skólunum með því að takmarka fjölda í hópi, takmarka samgang milli þessara hópa og viðhafa þessa almennu smitgát sem er handþvottur og allt það, að þá er hægt að algjörlega lágmarka smithættuna.“ Aðgerðirnar sífellt í skoðun Kjartan Hreinn sagði þær aðgerðir sem ráðist er í sífellt vera í endurskoðun. Á hverjum degi sé metið hvort verið sé að beita réttum aðferðum, hvort það þurfi að ganga lengra eða hvort það sé jafnvel verið að ganga of langt. „Ég skil alveg að mörgum finnist þetta svolítið sérkennilegt […] Við þurfum líka að hafa í huga þetta samhengi hlutanna sem er það að markmið okkar er að lágmarka álag á heilbrigðiskerfið, við þurfum að tryggja það að geti tekið þátt í þessu með okkur með því að vera meðvituð um stöðuna,“ sagði Kjartan Hreinn og bætti við að samfélagið þyrfti að vera virkt að einhverju leyti. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi að einhverju leyti því án þess verður mjög erfitt að framfylgja hinum aðgerðunum. Þetta snýst líka um það að við viljum ekki missa fólk af til dæmis Landspítalanum vegna þess að þau þurfa að vera heima með börn eða eitthvað slíkt, það er þekkt vandamál í svona aðgerðum þar sem öllum skólum er lokað.“ Hann ítrekaði þó að breytingar gætu orðið á þar sem yfirvöld væru sífellt að meta hvað ætti við hverju sinni. „Þetta jafnvægi og þetta mat er sífellt í endurskoðun. Það getur vel verið að þetta verði endurskoðað.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi í dag.Vísir/Vilhelm Kynna hertar aðgerðir í dag eða á morgun Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Sjá einnig: Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal þess sem kemur til greina er að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Þá vilji almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Svona var tuttugasti og fyrsti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44
Svona var tuttugasti og fyrsti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45
Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39