Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Hrafn Jökulsson skrifar 21. mars 2020 09:47 Ding Liren. Hvar eigum við að byrja? Þegar hann settist að tafli eftir tvö töp í röð, tja, þá þurfti það endilega að vera gegn næststigahæsta skákmanni heims. Fabiano Caruana. Ding Liren sýndi stáltaugar þegar hann reis upp úr gröfinni og skellti sjálfum Caruana í þriðju umferð Áskorendamótsins í skák, sem fram fer í Rússlandi þessa daga. Það ætti að vera mál málanna. Er þetta epísk endurkoma meistara sem tapaði fyrstu tveimur skákunum? Tölfræðin segir okkur að Ding Liren tapi næst á vetrarvertíð 2021… En jafnvel meistararnir eiga erfitt með að einbeita sér að taflinu. Skákmenn eru því vanir að staðan breytist með hverjum leik, en nú breytist heimsmyndin frá einni stundu til annarrar. Og samt skal teflt til þrautar í Katrínarborg um það hver gengur á hólm við Magnus Carlsen í haust. Ef það tekst á annað borð að ljúka mótinu. Allir viðburðir eru bannaðir í Rússlandi – nema áskorendamótið í Katrínarborg. Andrúmsloftið á mótsstað, í borginni þar sem bolsevikar slátruðu keisarafjölskyldunni, er þrungið spennu en úrslitin á skákborðinu eru orðin nánast aukaatriði: Tekst kóróna-veirunni að smjúga inn fyrir sótthreinsaðar varnir og eyðileggja einu veisluna sem eftir er? Ástandið í Rússlandi versnar dag frá degi og viðbúnaður yfirvalda í skötulíki. Hópur rússneskra lækna, vísindamanna og áhrifamanna sendi á föstudag frá sér sannkallað neyðarkall: Áskorun til yfirvalda um að bregðast við áður en það er alltof, alltof seint. Sporðdrekinn sigraði ljónið En við vorum að tala um skákina og þriðju umferð áskorendamótsins, vesgú: Ding Liren 1 - 0 Caruana Fabiano Giri Anish ½ - ½ Vachier-Lagrave Maxime Grischuk Alexander ½ - ½ Wang Hao Alekseenko Kirill ½ - ½ Nepomniachtchi Ian Ding Liren. Hvar eigum við að byrja? Þegar hann settist að tafli eftir tvö töp í röð, tja, þá þurfti það endilega að vera gegn næststigahæsta skákmanni heims. Fabiano Caruana. Ítalskættaði Bandaríkjamaðurinn sem vann áskorendamótið í Berlín 2018 mjög sannfærandi og gerði svo fjórtán jafntefli við Carlsen í heimsmeistaraeinvígi -- beið lægri hlut í atskákum. Caruana. Hann tapaði síðast skák í ágúst í fyrra. Eftirlæti veðbanka og flestra skákunnenda, enda sérlega háttvís og alþýðlegur ungur maður, bersýnilega með snilligáfu. Ding var númer tvö í veðbönkunum, en það var náttúrlega áður en hann tapaði í fyrstu OG annarri umferð. Ding léttur í lund ásamt Hou Yifan, fv. heimsmeistara kvenna sem komin er til Katrínarborgar. Caruana kom greinilega vel undirbúinn og úðaði út fyrstu sautján leikjunum á leifturhraða, brá sér af troðinni slóð og bauð peð -- var það eitrað eða ekki... Ding Liren hefur stáltaugar og gríðarlegt vinnsluminni. Flestir ofurstórmeistarar hafa sín eigin tölvuver og aðstoðarmenn; Ding var leiddur inn í kynjaskóg úr tölvuveri Caruana og hafði bara hyggjuvitið og stáltaugarnar að styðjast við. Ding náði að sýna fram á að fína byrjunin hjá Caruana stóðst barasta ekki alla leið og hann gat blásið til sóknar. Caruana lét sig hafa að engjast í vonlausri stöðu langtímum saman og hefur ugglaust vonast eftir kraftaverki. En sporðdrekinn frá Wenzhou linaði ekki tökin á ljóninu frá Miami. Jú, Caruana hafði kannski ekki tapað síðan í ágúst en þá þurfti hann einmitt að játa sig sigraðan -- gegn Ding. Lífsdraumur Frakkans Öðrum skákum lauk með jafntefli. Kirill Alekseenko tefldi ágæta skák við Ian Nepomniachtchi og stóð um tíma betur. Alekseenko, yngstur og stigalægstur, hefur þannig gert tvö jafntefli og tapað einni skák. Viðunandi, en hann verður hvergi í grennd við toppinn. Ekki heldur Anish Giri sem nú er kominn í sinn huggulega jafnteflisgír eftir tapið í fyrstu umferð. Hann gerði jafntefli við Frakkann Maxime Vachier-Lagrave, sem fær nú þann lífsdraum uppfylltan að komast í tæri við heimsmeistaratitilinn og verður örugglega í toppbaráttunni til síðustu stundar. Skákunnendur óttast að Giri smiti Ding Liren af jafnteflisveirunni, þegar þeir mætast í fjórðu umferð. Þá hefur Ding hvítt og með sigri myndi hann skrifa nýjan kafla í mjög vænlegri hetjusögu! En aðdáendur Kínverjans verða að anda í kviðinn: Ding og Giri hafa teflt 24 skákir. Þeir hafa unnið tvær hvor – og tuttugu hefur lokið með jafntefli… Staðan eftir þrjár umferðir. Mjög spennandi skákir um helgina í beinni útsendingu. Skák, rétt einsog fótboltaleikur, getur verið æsispennandi þótt (eða vegna þess) að niðurstaðan er jafntefli. Og það er ekki mikið um svokölluð „stórmeistarajafntefli“ nú til dags, en þá er átt við stuttar og andlausar skákir þar sem oftar en ekki er búið að semja um úrslit fyrirfram. Slíkt tíðkast ekki á ofurmótum, og á áskorendamótinu er bannað að semja um jafntefli fyrir 40. leik. En hversu mikil plága eru nú blessuð jafnteflin? Skoðum fjögur síðustu áskorendamót. Fyrirkomulag hefur verið hið sama síðan í London 2013: Átta keppendur, tvöföld umferð. Það þýðir að 56 skákir samtals eru tefldar á hverju áskorendamóti. Hrafn Jökulsson. Vísir fékk hann sérstaklega til að fylgjast með hinu æsispennandi Áskorendamóti sem nú er haldið við afar sérstakar aðstæður í Katrínarborg. Og lítum þá á tölfræðina: London 2013: 25 sigurskákir, 31 jafntefli Kanty-Mansiysk 2014: 22 sigurskákir, 34 jafntefli Moskva 2016: 16 sigurskákir, 40 jafntefli Berlín 2018: 20 sigurskákir, 36 jafntefli Eftir þrjár umferðir í Katrínarborg eru þegar komnar fimm sigurskákir og aðeins sjö jafntefli. Grischuk hefur gert þrjú af þessum jafnteflum, hann mun sigla lygnan sjó á mótinu en öllum skeinuhættur, enda sporðdreki einsog Ding. Áskorendamótinu í Rússlandi á að ljúka 3. apríl. Beinar útsendingar má finna hér. Enginn veit hver verður krýndur sigurvegari. Eða, sem er áleitnari spurning: Hvort einhver verður krýndur og kórónaður í Katrínarborg… Skák Tengdar fréttir Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ding Liren sýndi stáltaugar þegar hann reis upp úr gröfinni og skellti sjálfum Caruana í þriðju umferð Áskorendamótsins í skák, sem fram fer í Rússlandi þessa daga. Það ætti að vera mál málanna. Er þetta epísk endurkoma meistara sem tapaði fyrstu tveimur skákunum? Tölfræðin segir okkur að Ding Liren tapi næst á vetrarvertíð 2021… En jafnvel meistararnir eiga erfitt með að einbeita sér að taflinu. Skákmenn eru því vanir að staðan breytist með hverjum leik, en nú breytist heimsmyndin frá einni stundu til annarrar. Og samt skal teflt til þrautar í Katrínarborg um það hver gengur á hólm við Magnus Carlsen í haust. Ef það tekst á annað borð að ljúka mótinu. Allir viðburðir eru bannaðir í Rússlandi – nema áskorendamótið í Katrínarborg. Andrúmsloftið á mótsstað, í borginni þar sem bolsevikar slátruðu keisarafjölskyldunni, er þrungið spennu en úrslitin á skákborðinu eru orðin nánast aukaatriði: Tekst kóróna-veirunni að smjúga inn fyrir sótthreinsaðar varnir og eyðileggja einu veisluna sem eftir er? Ástandið í Rússlandi versnar dag frá degi og viðbúnaður yfirvalda í skötulíki. Hópur rússneskra lækna, vísindamanna og áhrifamanna sendi á föstudag frá sér sannkallað neyðarkall: Áskorun til yfirvalda um að bregðast við áður en það er alltof, alltof seint. Sporðdrekinn sigraði ljónið En við vorum að tala um skákina og þriðju umferð áskorendamótsins, vesgú: Ding Liren 1 - 0 Caruana Fabiano Giri Anish ½ - ½ Vachier-Lagrave Maxime Grischuk Alexander ½ - ½ Wang Hao Alekseenko Kirill ½ - ½ Nepomniachtchi Ian Ding Liren. Hvar eigum við að byrja? Þegar hann settist að tafli eftir tvö töp í röð, tja, þá þurfti það endilega að vera gegn næststigahæsta skákmanni heims. Fabiano Caruana. Ítalskættaði Bandaríkjamaðurinn sem vann áskorendamótið í Berlín 2018 mjög sannfærandi og gerði svo fjórtán jafntefli við Carlsen í heimsmeistaraeinvígi -- beið lægri hlut í atskákum. Caruana. Hann tapaði síðast skák í ágúst í fyrra. Eftirlæti veðbanka og flestra skákunnenda, enda sérlega háttvís og alþýðlegur ungur maður, bersýnilega með snilligáfu. Ding var númer tvö í veðbönkunum, en það var náttúrlega áður en hann tapaði í fyrstu OG annarri umferð. Ding léttur í lund ásamt Hou Yifan, fv. heimsmeistara kvenna sem komin er til Katrínarborgar. Caruana kom greinilega vel undirbúinn og úðaði út fyrstu sautján leikjunum á leifturhraða, brá sér af troðinni slóð og bauð peð -- var það eitrað eða ekki... Ding Liren hefur stáltaugar og gríðarlegt vinnsluminni. Flestir ofurstórmeistarar hafa sín eigin tölvuver og aðstoðarmenn; Ding var leiddur inn í kynjaskóg úr tölvuveri Caruana og hafði bara hyggjuvitið og stáltaugarnar að styðjast við. Ding náði að sýna fram á að fína byrjunin hjá Caruana stóðst barasta ekki alla leið og hann gat blásið til sóknar. Caruana lét sig hafa að engjast í vonlausri stöðu langtímum saman og hefur ugglaust vonast eftir kraftaverki. En sporðdrekinn frá Wenzhou linaði ekki tökin á ljóninu frá Miami. Jú, Caruana hafði kannski ekki tapað síðan í ágúst en þá þurfti hann einmitt að játa sig sigraðan -- gegn Ding. Lífsdraumur Frakkans Öðrum skákum lauk með jafntefli. Kirill Alekseenko tefldi ágæta skák við Ian Nepomniachtchi og stóð um tíma betur. Alekseenko, yngstur og stigalægstur, hefur þannig gert tvö jafntefli og tapað einni skák. Viðunandi, en hann verður hvergi í grennd við toppinn. Ekki heldur Anish Giri sem nú er kominn í sinn huggulega jafnteflisgír eftir tapið í fyrstu umferð. Hann gerði jafntefli við Frakkann Maxime Vachier-Lagrave, sem fær nú þann lífsdraum uppfylltan að komast í tæri við heimsmeistaratitilinn og verður örugglega í toppbaráttunni til síðustu stundar. Skákunnendur óttast að Giri smiti Ding Liren af jafnteflisveirunni, þegar þeir mætast í fjórðu umferð. Þá hefur Ding hvítt og með sigri myndi hann skrifa nýjan kafla í mjög vænlegri hetjusögu! En aðdáendur Kínverjans verða að anda í kviðinn: Ding og Giri hafa teflt 24 skákir. Þeir hafa unnið tvær hvor – og tuttugu hefur lokið með jafntefli… Staðan eftir þrjár umferðir. Mjög spennandi skákir um helgina í beinni útsendingu. Skák, rétt einsog fótboltaleikur, getur verið æsispennandi þótt (eða vegna þess) að niðurstaðan er jafntefli. Og það er ekki mikið um svokölluð „stórmeistarajafntefli“ nú til dags, en þá er átt við stuttar og andlausar skákir þar sem oftar en ekki er búið að semja um úrslit fyrirfram. Slíkt tíðkast ekki á ofurmótum, og á áskorendamótinu er bannað að semja um jafntefli fyrir 40. leik. En hversu mikil plága eru nú blessuð jafnteflin? Skoðum fjögur síðustu áskorendamót. Fyrirkomulag hefur verið hið sama síðan í London 2013: Átta keppendur, tvöföld umferð. Það þýðir að 56 skákir samtals eru tefldar á hverju áskorendamóti. Hrafn Jökulsson. Vísir fékk hann sérstaklega til að fylgjast með hinu æsispennandi Áskorendamóti sem nú er haldið við afar sérstakar aðstæður í Katrínarborg. Og lítum þá á tölfræðina: London 2013: 25 sigurskákir, 31 jafntefli Kanty-Mansiysk 2014: 22 sigurskákir, 34 jafntefli Moskva 2016: 16 sigurskákir, 40 jafntefli Berlín 2018: 20 sigurskákir, 36 jafntefli Eftir þrjár umferðir í Katrínarborg eru þegar komnar fimm sigurskákir og aðeins sjö jafntefli. Grischuk hefur gert þrjú af þessum jafnteflum, hann mun sigla lygnan sjó á mótinu en öllum skeinuhættur, enda sporðdreki einsog Ding. Áskorendamótinu í Rússlandi á að ljúka 3. apríl. Beinar útsendingar má finna hér. Enginn veit hver verður krýndur sigurvegari. Eða, sem er áleitnari spurning: Hvort einhver verður krýndur og kórónaður í Katrínarborg…
Skák Tengdar fréttir Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32
Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38