Notum menntamilljarðana núna Jón Jósafat Björnsson skrifar 20. mars 2020 17:00 Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Sjá meira
Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun