Skoða stærri framkvæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 08:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“ Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“
Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira