Misvísandi að segja launakostnað flugmanna stóran þátt í rekstrarvanda Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 16:23 Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir misvísandi að ýja að því að launakostnaður flugmanna Icelandair sé stór þáttur í rekstrarvanda félagsins. Í gær var greint frá því að reynt yrði að endursemja við flugmenn og flugliða þar sem launakostnaður væri afar hár. Sjá einnig: Til greina komi að skera flotann niður um helming Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Launin séu fyllilega sambærileg launum hjá öðrum flugfélögum víða um heim. Þá sé ekki rétt að flugmenn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flugmenn Icelandair heldur hafi þau verið sambærileg. „Nýting flugmanna gæti verið betri hjá Icelandair, en hluta vandans má að stærstu leiti rekja til kyrrsetningar B 737 Max flugvéla félagsins. Breytingar á leiðarkerfi höfðu einnig neikvæð áhrif á nýtingu ásamt innra skipulagi og einstökum ákvörðunum stjórnenda,“ segir í tilkynningu félagsins. Kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að starfskraftar þeirra séu nýttir til jafns við það sem best gerist erlendis. Flugmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að bæta nýtingu og hafi jafnframt lagt fram fullmótaðar tillögur þess efnis í öllum kjaraviðræðum frá árinu 2011. „Vert er að geta þeirra breytinga sem gerðar voru á kjarasamningi árið 2018 til að auka nýtingu flugmanna og efla markaðssókn félagsins til muna. Vegna kyrrsetningar B737 Max véla Icelandair á sú hagræðing enn eftir að skila sér að fullu þegar betur árar.“ Flugmenn munu hjálpa félaginu Í tilkynningunni segir að flugmenn muni leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækinu róðurinn. Þeir hafi sýnt viljann í verki með því að fresta umsömdum launahækkunum á síðasta ári, framlengja kjarasamninga án launahækkana og tóku á sig 50% launaskerðingu í apríl og maí. „Nú þegar hefur 23% flugmanna Icelandair verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir hafa því miður verið boðaðar. FÍA hefur ekki upplýsingar um hvert endanlegt umfang þeirra uppsagna kann að verða.“ Félagið segir jafnframt að það sé bæði ósanngjarnt og villandi að velta ábyrgðinni á framtíð félagsins yfir á starfsfólk. Rekstrarvandi félagsins sé flóknari en það. „Rekstrarvandi Icelandair er flókið samspil ytri og innri þátta og flugmenn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyrirtækinu á næstu mánuðum.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57 Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38 Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir misvísandi að ýja að því að launakostnaður flugmanna Icelandair sé stór þáttur í rekstrarvanda félagsins. Í gær var greint frá því að reynt yrði að endursemja við flugmenn og flugliða þar sem launakostnaður væri afar hár. Sjá einnig: Til greina komi að skera flotann niður um helming Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Launin séu fyllilega sambærileg launum hjá öðrum flugfélögum víða um heim. Þá sé ekki rétt að flugmenn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flugmenn Icelandair heldur hafi þau verið sambærileg. „Nýting flugmanna gæti verið betri hjá Icelandair, en hluta vandans má að stærstu leiti rekja til kyrrsetningar B 737 Max flugvéla félagsins. Breytingar á leiðarkerfi höfðu einnig neikvæð áhrif á nýtingu ásamt innra skipulagi og einstökum ákvörðunum stjórnenda,“ segir í tilkynningu félagsins. Kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að starfskraftar þeirra séu nýttir til jafns við það sem best gerist erlendis. Flugmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að bæta nýtingu og hafi jafnframt lagt fram fullmótaðar tillögur þess efnis í öllum kjaraviðræðum frá árinu 2011. „Vert er að geta þeirra breytinga sem gerðar voru á kjarasamningi árið 2018 til að auka nýtingu flugmanna og efla markaðssókn félagsins til muna. Vegna kyrrsetningar B737 Max véla Icelandair á sú hagræðing enn eftir að skila sér að fullu þegar betur árar.“ Flugmenn munu hjálpa félaginu Í tilkynningunni segir að flugmenn muni leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækinu róðurinn. Þeir hafi sýnt viljann í verki með því að fresta umsömdum launahækkunum á síðasta ári, framlengja kjarasamninga án launahækkana og tóku á sig 50% launaskerðingu í apríl og maí. „Nú þegar hefur 23% flugmanna Icelandair verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir hafa því miður verið boðaðar. FÍA hefur ekki upplýsingar um hvert endanlegt umfang þeirra uppsagna kann að verða.“ Félagið segir jafnframt að það sé bæði ósanngjarnt og villandi að velta ábyrgðinni á framtíð félagsins yfir á starfsfólk. Rekstrarvandi félagsins sé flóknari en það. „Rekstrarvandi Icelandair er flókið samspil ytri og innri þátta og flugmenn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyrirtækinu á næstu mánuðum.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57 Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38 Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57
Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15