Eurovision aflýst Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:36 Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið. Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Skellti sér á djammið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Skellti sér á djammið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira