Vænlegra til árangurs að fara með unglinginn í bíltúr en að setjast á móti honum og spyrja hvað sé að Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:18 Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir, sést hér fremst á myndinni á upplýsingafundinum í dag ásamt Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra. mynd/lögreglan Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira