Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 18. desember 2020 13:20 Cordoula Fchrand kom til landsins í gær í von um að bjarga eignum sínum eftir að flæddi inn í hús hennar á Seyðisfirði. Í morgun hafði það farið fimmtíu metra með aurskriðu. Vísir/Egill Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra Cordoula festi kaup á húsinu eftir að hafa kynnst manni hér á landi eftir að hún kom fyrst árið 1990. Í kjölfarið gerðu þau húsið upp, en hún sjálf er húsasmíðameistari. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en kom til landsins í gær eftir að hafa fengið fregnir af því að það hefði lekið inn í kjallarann hennar í vikunni. Hún stefndi því að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga en fékk svo símtal í morgun um að húsið hefði sópast með skriðunni. Hún segist miður sín vegna tjónsins. „Við vissum ekki hversu mikið tjón hafði orðið og ég var að vona að allt hefði haldið, en ég fékk símtal í gærkvöldi og mér var sagt að hurðin væri brotin og allur aurinn væri í kjallaranum. Ég hugsaði að þetta væri versta niðurstaðan, en í morgun fékk ég símtal um að húsið hefði farið af grunninum og runnið niður að bensínstöðinni,“ sagði Cordoula í samtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttir fréttamann, sem er stödd á Seyðisfirði. Fréttamaður ræddi við Cordoulu á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Ég byggði þetta með eigin höndum“ Hún óttast að mikið af persónulegum eignum hennar séu ónýtar. Í húsinu hafi verið listmunir eftir föður hennar og aðrir hlutir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, til að mynda eldri húsgögn. Þetta sé mikið áfall. „Mér líður illa. Ég gæti grátið.“ Eins og staðan er núna er Cordoula í sóttkví eftir komuna til landsins og fékk íbúð lánaða hjá heimamönnum til þess að dvelja í á meðan. Hún fór í sýnatöku í heimalandinu og mun svo fara í tvær sýnatökur hér líkt og venja er. Hún segist hafa lagt mikla vinnu í húsið og veit ekki hvað tekur við, fái hún tjónið ekki bætt úr tryggingum. Hún viti ekki hvort hún gæti keypt nýtt hús ef Breiðablik er alveg ónýtt. „Ég held að þetta snúist ekki um að kaupa eitthvað. Ef ég er ekki tryggð get ég ekkert gert. Ég er ekki rík, ég byggði þetta með eigin höndum. Það var aldrei neinn peningur í þessu. Ég þarf að sjá hvað er eftir, kannski getum við bjargað grunninum og byggt eitthvað nýtt á honum.“ Húsið er mikið skemmt og segir Cordoula það að öllum líkindum vera ónýtt. Hún þurfi að meta hvort hægt sé að byggja á grunninum sem eftir er.Vísir/Egill Aðstæður varasamar Enn er mikil úrkoma á Seyðisfirði og er fólki ráðið frá því að vera á ferli. Samkvæmt fréttamanni á svæðinu fer fjölmiðlafólk ekki út nema í fylgd með lögreglu. Appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu. Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir „Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. 18. desember 2020 11:54 Áfram mikil rigning á Austfjörðum en dregur úr vætu síðdegis Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla. 18. desember 2020 07:11 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Cordoula festi kaup á húsinu eftir að hafa kynnst manni hér á landi eftir að hún kom fyrst árið 1990. Í kjölfarið gerðu þau húsið upp, en hún sjálf er húsasmíðameistari. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en kom til landsins í gær eftir að hafa fengið fregnir af því að það hefði lekið inn í kjallarann hennar í vikunni. Hún stefndi því að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga en fékk svo símtal í morgun um að húsið hefði sópast með skriðunni. Hún segist miður sín vegna tjónsins. „Við vissum ekki hversu mikið tjón hafði orðið og ég var að vona að allt hefði haldið, en ég fékk símtal í gærkvöldi og mér var sagt að hurðin væri brotin og allur aurinn væri í kjallaranum. Ég hugsaði að þetta væri versta niðurstaðan, en í morgun fékk ég símtal um að húsið hefði farið af grunninum og runnið niður að bensínstöðinni,“ sagði Cordoula í samtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttir fréttamann, sem er stödd á Seyðisfirði. Fréttamaður ræddi við Cordoulu á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Ég byggði þetta með eigin höndum“ Hún óttast að mikið af persónulegum eignum hennar séu ónýtar. Í húsinu hafi verið listmunir eftir föður hennar og aðrir hlutir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, til að mynda eldri húsgögn. Þetta sé mikið áfall. „Mér líður illa. Ég gæti grátið.“ Eins og staðan er núna er Cordoula í sóttkví eftir komuna til landsins og fékk íbúð lánaða hjá heimamönnum til þess að dvelja í á meðan. Hún fór í sýnatöku í heimalandinu og mun svo fara í tvær sýnatökur hér líkt og venja er. Hún segist hafa lagt mikla vinnu í húsið og veit ekki hvað tekur við, fái hún tjónið ekki bætt úr tryggingum. Hún viti ekki hvort hún gæti keypt nýtt hús ef Breiðablik er alveg ónýtt. „Ég held að þetta snúist ekki um að kaupa eitthvað. Ef ég er ekki tryggð get ég ekkert gert. Ég er ekki rík, ég byggði þetta með eigin höndum. Það var aldrei neinn peningur í þessu. Ég þarf að sjá hvað er eftir, kannski getum við bjargað grunninum og byggt eitthvað nýtt á honum.“ Húsið er mikið skemmt og segir Cordoula það að öllum líkindum vera ónýtt. Hún þurfi að meta hvort hægt sé að byggja á grunninum sem eftir er.Vísir/Egill Aðstæður varasamar Enn er mikil úrkoma á Seyðisfirði og er fólki ráðið frá því að vera á ferli. Samkvæmt fréttamanni á svæðinu fer fjölmiðlafólk ekki út nema í fylgd með lögreglu. Appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu. Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir „Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. 18. desember 2020 11:54 Áfram mikil rigning á Austfjörðum en dregur úr vætu síðdegis Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla. 18. desember 2020 07:11 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. 18. desember 2020 11:54
Áfram mikil rigning á Austfjörðum en dregur úr vætu síðdegis Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla. 18. desember 2020 07:11
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42