Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2020 11:59 Meirihluti atvinnuveganefndar er allur skipaður þingmönnum úr norðurkjördæmunum. Grafík/HÞ Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lagði til í frumvarpi um málið í haust að vegna töluverðs samdráttar í sölu íslenskra landbúnaðarvara í framhaldi af mikilli fækkun ferðamanna yrði horfið til fyrra horfs í uppboði á tollkvótum í eitt ár. En ný aðferð var tekin upp um síðustu áramót sem lækkaði álögurnar og hefur innflutningur eftir það aukist mjög mikið og umfram tollkvóta en mjög lítið hefur verið flutt út af íslenskum landbúnaðarvörum á móti. Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara hafa lítið sem ekkert nýtt heimildir sínar til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins. Mest hafa 56 prósent lambakjötskvótans verið flutt út og þá aðallega til Bretlands sem er á leið út úr Evrópusambandinu.Grafík/utanríkisráðuneytið Í gær fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra síðan fram á viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun samninga um þessi mál. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann halla mjög á Ísland í þessum viðskiptum eins og úttekt ráðuneytis hans og atvinnuvegaráðuneytisins hefði leitt í ljós. Mikil andstaða varð strax við frumvarp landbúnaðarráðherra í haust. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og Félag atvinnurekenda sendu öll inn neiðkvæðar umsagnir um frumvarpið. Innflytjendur hafa flutt inn mun meira af landbúnaðarvörum umfram tollfrjálsa kvóta einstakra tegunda.Grafík/utanríkisráðuneytið Þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði síðan til að álögurnar yrðu auknar í þrjú ár í stað eins jókst gagnrýni á frumvarpið til muna. Landssamband kúabænda lýsti hins vegar yfir stuðningi við frumvarpið. Í tilkynningu frá sambandinu var fullyrt að verðlækkanir á nautakjöti í ríkjum Evrópusambandsins sem og lækkun álags á tollkvóta hér á landi hefði ekki skilað sér í sambærilegri lækkun verðs til neytenda. Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lagði til í frumvarpi um málið í haust að vegna töluverðs samdráttar í sölu íslenskra landbúnaðarvara í framhaldi af mikilli fækkun ferðamanna yrði horfið til fyrra horfs í uppboði á tollkvótum í eitt ár. En ný aðferð var tekin upp um síðustu áramót sem lækkaði álögurnar og hefur innflutningur eftir það aukist mjög mikið og umfram tollkvóta en mjög lítið hefur verið flutt út af íslenskum landbúnaðarvörum á móti. Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara hafa lítið sem ekkert nýtt heimildir sínar til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins. Mest hafa 56 prósent lambakjötskvótans verið flutt út og þá aðallega til Bretlands sem er á leið út úr Evrópusambandinu.Grafík/utanríkisráðuneytið Í gær fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra síðan fram á viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun samninga um þessi mál. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann halla mjög á Ísland í þessum viðskiptum eins og úttekt ráðuneytis hans og atvinnuvegaráðuneytisins hefði leitt í ljós. Mikil andstaða varð strax við frumvarp landbúnaðarráðherra í haust. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og Félag atvinnurekenda sendu öll inn neiðkvæðar umsagnir um frumvarpið. Innflytjendur hafa flutt inn mun meira af landbúnaðarvörum umfram tollfrjálsa kvóta einstakra tegunda.Grafík/utanríkisráðuneytið Þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði síðan til að álögurnar yrðu auknar í þrjú ár í stað eins jókst gagnrýni á frumvarpið til muna. Landssamband kúabænda lýsti hins vegar yfir stuðningi við frumvarpið. Í tilkynningu frá sambandinu var fullyrt að verðlækkanir á nautakjöti í ríkjum Evrópusambandsins sem og lækkun álags á tollkvóta hér á landi hefði ekki skilað sér í sambærilegri lækkun verðs til neytenda.
Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21
FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16