Plötubúðir og Tónlistarborgin Reykjavík bjóða upp á tónleika og spjall Ritstjórn Albumm skrifar 16. desember 2020 11:01 Ingibjörg Elsa Turchi kemur fram í Lucky Records 22. desember. Plötubúðir í Reykjavík og Tónlistarborgin Reykjavík bjóða upp á tónleika í streymi auk spjalls tónlistarsérfræðinga um íslenskar útgáfur ársins fjögur kvöld fram að jólum. Streymt verður beint frá tónleikunum á FB-síðu Tónlistarborgarinnar sem og FB-síðu hverrar plötuverslunar fyrir sig. Verkefnið er framhald verkefnis sem hófst í sumar og átti að fara fram í þrjú skipti í plötuverslunum Reykjavíkur. Vegna COVID-19 var einungis hægt að halda viðburðinn í eitt skipti sem þó gafst einstaklega vel. Nú er viðburðurinn færður yfir á netið. Hugmyndin að baki verkefnisins er að styðja við bakið á plötuverslunum á einkar erfiðum tímum og fagna mikilvægu hlutverki þeirra í tónlistarborginni. Á þessum tímum og rétt fyrir jólin er fólki bent á að kaupa íslenska tónlist í jólapakkann og er það gert til að styðja við bæði plötuverslanirnar og okkar frábæra tónlistarfólk. Verkefnið fór af stað í gær. Dagskráin Dagskráin er alls ekki af verri endanum en hana má sjá hér að neðan: Smekkleysa – 15. des kl 21:00 Tendra Kristín Anna Lovísa Rut og Benni Reynis spjalla um íslenskar útgáfur ársins. 12 Tónar – 17. des kl 21:00 Gróa Skoffín Elísabet Indra og Andrea Jóns spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Reykjavík Record Shop – 21. des kl 21:00 Hist og Markús Óli Dóri og Heiða Eiríks spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Lucky Records – 22. des kl 21:00 Ingibjörg Turchi Dalalæða Steinar Fjeldsted og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Verkefnið, sem er samstarf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og plötuverslana í Reykjavík, er stutt af Jólaborginni, FHF, FÍH og STEF. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið
Verkefnið er framhald verkefnis sem hófst í sumar og átti að fara fram í þrjú skipti í plötuverslunum Reykjavíkur. Vegna COVID-19 var einungis hægt að halda viðburðinn í eitt skipti sem þó gafst einstaklega vel. Nú er viðburðurinn færður yfir á netið. Hugmyndin að baki verkefnisins er að styðja við bakið á plötuverslunum á einkar erfiðum tímum og fagna mikilvægu hlutverki þeirra í tónlistarborginni. Á þessum tímum og rétt fyrir jólin er fólki bent á að kaupa íslenska tónlist í jólapakkann og er það gert til að styðja við bæði plötuverslanirnar og okkar frábæra tónlistarfólk. Verkefnið fór af stað í gær. Dagskráin Dagskráin er alls ekki af verri endanum en hana má sjá hér að neðan: Smekkleysa – 15. des kl 21:00 Tendra Kristín Anna Lovísa Rut og Benni Reynis spjalla um íslenskar útgáfur ársins. 12 Tónar – 17. des kl 21:00 Gróa Skoffín Elísabet Indra og Andrea Jóns spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Reykjavík Record Shop – 21. des kl 21:00 Hist og Markús Óli Dóri og Heiða Eiríks spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Lucky Records – 22. des kl 21:00 Ingibjörg Turchi Dalalæða Steinar Fjeldsted og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Verkefnið, sem er samstarf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og plötuverslana í Reykjavík, er stutt af Jólaborginni, FHF, FÍH og STEF. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið