Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2020 15:07 Katrín og fleiri ráðherrar á góðri stundu. Um áramótin fá þau svo öll dágóða launahækkun, þingmenn og ráðherrar. vísir/vilhelm Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið. Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu. Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu.
Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00