Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 18:08 Mikil aðsókn var í Vesturbæjarlaug í morgun. Vísir/Vilhelm Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. „Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48