Mannréttindi í öndvegi í heiminum að loknum faraldri Heimsljós 10. desember 2020 11:00 Gunnisal Mannréttindadagurinn er haldinn árlega 10. desember. Þann dag, árið 1948, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Heimsyfirlýsingu um mannréttindi. „Manneskjan sjálf og réttindi hennar verða hvarvetna að vera í öndvegi í viðbrögðum og uppbyggingu. Við þurfum að tryggja grunnréttindi á heimsvísu eins og heilbrigðisþjónustu fyrir alla til þess að sigrast á heimsfaraldrinum og vernda okkur inn í framtíðina,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag, 10. desember. Í ár er dagurinn helgaður COVID-19 faraldrinum. „Kastljósinu er beint að þörfinni á því að byggja upp betur að loknum faraldri með mannréttindi að leiðarljósi í endurreisnarstarfi,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Í ávarpi Guterres segir hann að heimsfaraldurinn hafi komið hlutfallslega harðast niður á viðkvæmum hópum, eins og starfsfólki í framlínu, fólki með fötlun, eldri borgurum, konum, stúlkum og minnihlutahópum. „Faraldurinn hefur þrifist vegna þess að fátækt, ójöfnuður, og eyðing náttúrulegs umhverfis okkar hefur skapað tröllaukna veikleika í samfélögum okkar,“ sagði hann. Í frétt UNRIC segir að 10. desember gefist „tækifæri til að ítreka mikilvægi mannréttinda í enduruppbyggingu þess heims sem við viljum. Jafnframt að staðfesta samstöðu allra jarðarbúa auk innbyrðis tengsla okkar og mannkynsins sem við öll tilheyrum. Með almenna vígorð sitt „Rísum upp í þágu mannréttinda“ að vopni vilja Sameinuðu þjóðirnar virkja almenning, samstarfsaðila sína og alla fjölskyldu samtakanna í að efla aðgerðir í þágu umskipta.“ Mannréttindadagurinn er haldinn árlega 10. desember. Þann dag, árið 1948, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Heimsyfirlýsinguna um mannréttindi eða Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á rúmlega 500 tungumál, fleiri en nokkurt annað skjal. Mannréttindamiðuð þróunarsamvinna Í stefnu Íslands um þróunarsamvinnu kemur skýrt fram að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir í stefnunni. Þar segir enn fremur að nálgun íslenskra stjórnvalda í allri þróunarsamvinnu byggist á mannréttindum með vísun í alþjóðleg viðmið í mannréttindamálum. Greiningar miði að því að skýra þá mismunun sem liggur til grundvallar vandamálum þróunarríkja og inngrip miðist við að leiðrétta mismunun og valdaójafnvægi sem hamlar þróun. Fyrir hálfu öðru ári kom út skýrslan „Mannréttindi sem drifkraftur breytinga – Mannréttindamiðuð þróunarsamvinna í tvihliða samstarfi Íslands“ frá starfshópi utanríkisráðherra um greiningu og útfærslu heppilegra leiða fyrir Ísland til að nýta við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
„Manneskjan sjálf og réttindi hennar verða hvarvetna að vera í öndvegi í viðbrögðum og uppbyggingu. Við þurfum að tryggja grunnréttindi á heimsvísu eins og heilbrigðisþjónustu fyrir alla til þess að sigrast á heimsfaraldrinum og vernda okkur inn í framtíðina,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag, 10. desember. Í ár er dagurinn helgaður COVID-19 faraldrinum. „Kastljósinu er beint að þörfinni á því að byggja upp betur að loknum faraldri með mannréttindi að leiðarljósi í endurreisnarstarfi,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Í ávarpi Guterres segir hann að heimsfaraldurinn hafi komið hlutfallslega harðast niður á viðkvæmum hópum, eins og starfsfólki í framlínu, fólki með fötlun, eldri borgurum, konum, stúlkum og minnihlutahópum. „Faraldurinn hefur þrifist vegna þess að fátækt, ójöfnuður, og eyðing náttúrulegs umhverfis okkar hefur skapað tröllaukna veikleika í samfélögum okkar,“ sagði hann. Í frétt UNRIC segir að 10. desember gefist „tækifæri til að ítreka mikilvægi mannréttinda í enduruppbyggingu þess heims sem við viljum. Jafnframt að staðfesta samstöðu allra jarðarbúa auk innbyrðis tengsla okkar og mannkynsins sem við öll tilheyrum. Með almenna vígorð sitt „Rísum upp í þágu mannréttinda“ að vopni vilja Sameinuðu þjóðirnar virkja almenning, samstarfsaðila sína og alla fjölskyldu samtakanna í að efla aðgerðir í þágu umskipta.“ Mannréttindadagurinn er haldinn árlega 10. desember. Þann dag, árið 1948, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Heimsyfirlýsinguna um mannréttindi eða Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á rúmlega 500 tungumál, fleiri en nokkurt annað skjal. Mannréttindamiðuð þróunarsamvinna Í stefnu Íslands um þróunarsamvinnu kemur skýrt fram að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir í stefnunni. Þar segir enn fremur að nálgun íslenskra stjórnvalda í allri þróunarsamvinnu byggist á mannréttindum með vísun í alþjóðleg viðmið í mannréttindamálum. Greiningar miði að því að skýra þá mismunun sem liggur til grundvallar vandamálum þróunarríkja og inngrip miðist við að leiðrétta mismunun og valdaójafnvægi sem hamlar þróun. Fyrir hálfu öðru ári kom út skýrslan „Mannréttindi sem drifkraftur breytinga – Mannréttindamiðuð þróunarsamvinna í tvihliða samstarfi Íslands“ frá starfshópi utanríkisráðherra um greiningu og útfærslu heppilegra leiða fyrir Ísland til að nýta við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent