Ferðaþjónustan föst í ruglinu? Guðbjörg Kristmundsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun