Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2020 11:25 Vinsælustu höfundarnir í flokki skáldsagna. Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. Arnaldur situr sem fyrr þéttur á velli í fyrsta sæti Bóksölulistans og sækir heldur í sig veðrið frá því fyrir viku en þá var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna honum helst til mikið og kominn hættulega nálægt því að velta honum úr sæti. Þá var munurinn á milli þeirra innan við 3 prósent en nú er hann hins vegar um 10 prósent. Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Vísir birtir nú þriðja sinni þessarar bókavertíðar lista yfir söluhæstu bækurnar sem nú birtast taka til bóksölu 30. nóvember - 6. desember 2020. Hann byggir frá sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson. Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut er sérfræðingur Vísis í öllu því sem snýr að bókum og bóksölu. Þetta er listinn sem höfundar og útgefendur bíða eftir með öndina í hálsinum. Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut segir söluna glimrandi góða það sem af er vertíðar og útlit fyrir að þetta verði bestu bóksölujól síðan fjármálakreppan reið yfir landið. „Þjóðin virðist alltaf kunna betur að meta bækur í þrengingum. Í þessari viku seldust ríflega 35 prósent fleiri bækur en í vikunni á undan og svona mun salan vonandi aukast áfram, alveg fram að jólum. Umhyggjusamir jólasveinar og íslenskir bókaunnendur hafa nú keypt um 150.000 bækur frá því í byrjun nóvember og helst viljum við auðvitað að allir njóti þeirrar íslensku jólahefðar að fá bók í jólagjöf.“ Konur leggja skáldskapinn undir sig Ef litið er sérstaklega til skáldverkalistans, þá eru ekki miklar breytingar þar frá því í síðustu viku. Íhaldssemi bókakaupenda er söm við sig. Flokka má um helming þessara bóka til einhvers konar spennusagna. Viðtekið er orðið að horfa á heiminn í gegnum misskökk kynjagleraugu fyrir nærsýna og það hlýtur þá að eiga við hér eins og í öðru. Kynin skipta fyrstu 10 sætunum jafnt á milli sín en konur eiga svo 9 af 10 bókum þar á eftir. „Það eru því aðeins 6 karlkyns rithöfundar á topp 20 skáldverkalistanum, ég hefði alveg viljað sjá meira jafnræði en auðvitað koma alltaf einhverjar sveiflur,“ segir Bryndís óvænt, eins og henni þyki nóg um. En í síðustu viku var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar voru konur í meirihluta og þá var einnig tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, sem eingöngu eru ætluð konum. Þeir söluhæstu ekki á listamannalaunum Ekki virðist vera nein fylgni milli velgengni í bóksölu og viðurkenninga nema þá öfug: „Fimm söluhæstu skáldverkahöfundar vikuna, fengu ekki úthlutuðum listamannalaunum í ár,“ segir Bryndís. „Það eru þó líklega tekjur af sölu verka erlendis sem kosta saltið í þeirra graut, kaupendur hér á landi eru einfaldlega of fáir til þess að fleiri en kannski 2-3 höfundar geti að staðaldri dregið fram lífið af tekjum verka sinna.“ Listamannalaun í ár fengu heldur ekki glæpasagnahöfundarnir Stefán Máni, Lilja Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir né meðhöfundur Auðar Jónsdóttur, Birna Anna Björnsdóttir. Þetta er rannsóknarefni, að öfugt orsakasamhengi sé milli smekks þeirra sem kaupa bækurnar og svo hugmynda þeirra sem útdeila verðlaunum, viðurkenningum og starfslaunum listamanna; um hvaða gimbrar skuli setja á að hausti. Ef listamannalaunin eru hugsuð sem einhvers konar bót í lekt velferðarkerfið og/eða til jöfnunar, þá er þetta jákvætt. Spútnikkhöfundar komnir í endurprentun Eitt verkefna þeirra sem gefa út bækur er að spá í spilin og reyna að sjá fyrir sölu. Ljóst er að bóksala nú er miklu meiri en menn höfðu séð fyrir. Dæmi um það er bókin Fávitar eftir spútnik höfund og útgefanda vertíðarinnar, Sólborgu Guðbrandsdóttur, er uppseld en ný prentun er væntanleg í lok næstu viku. Bókin situr þó engu að síður í 7. sæti aðallistans þessa vikuna en er víða á þrotum í verslunum. Gervilimrur Gísla Rúnars, er líka uppseld hjá útgefanda eftir einstakar móttökur. Önnur prentun er væntanleg í verslanir á næstu dögum. „Velgengni í bóksölu fylgja gjarnan miklar prentþrautir, hvað á að prenta mikið til viðbótar og hvenær næst sú prentun í verslanir? Þessi tími reynir bæði á reynslu og skyggnigáfu útgefenda,“ segir Bryndís. Herra Hnetusmjör heldur ævisögum á floti Barnabækur hafa oft verið meira áberandi á bóksölulistum og þá er mjög óvenjulegt að ekki rati nein ævisaga inn á topp 20 listann. Stutt er síðan (2016) að þær Ásdís Halla, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir röðuðu sér allar inn á topp 10 listann með ævisögur. Þetta er því nokkuð afgerandi breyting. „En áður en einhverjir fara svo að hneykslast á því að mest selda ævisaga ársins virðist ætla að verða ævifrásögn hins 24 ára rappara, Árna Páls Árnasonar eða Herra Hnetusmjörs, þá vil ég bara segja, eftir lestur bókarinnar, að drengurinn átti ágæta innistæðu til bókaskrifa,“ segir Bryndís sem er ánægð með bókina og ánægð með að rapparinn skuli halda þessum flokki á floti. „Fyrir utan hressandi innsýn í rappheiminn og smitandi ástríðu hans fyrir tónlist þá sýnir hann með mjög skírum hætti hvað snemmtæk íhlutun og markviss batavinna, ævina á enda, er mikilvæg og gjörbreytir lífsskilyrðum og tækifærum þeirra sem kljást við sjúkdóminn alkóhólisma. Það er ekki hægt annað en að dást að einlægni hans og hispursleysi í frásögnum úr neysluheimi samtímans og óska honum til hamingju með edrú árin fjögur. Örugglega ein besta forvarnarbókin í jólabókaflóðinu.“ Og það verða lokaorð í þessari yfirferð og rýni á listunum sjálfum sem sjá má hér neðar. Topplistinn Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Vetrarmein - Ragnar Jónasson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Dauðabókin - Stefán Máni Kökur - Linda Ben Barnaræninginn - Gunnar Helgason Íslensk skáldverk Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Truflunin - Steinar Bragi Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Aprílsólarkuldi - Elísabet Kristín Jökulsdóttir Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Íslenskar barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Barnaræninginn - Gunnar Helgason Hetja - Björk Jakobsdóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir Hestar - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný Jól með Láru - Birgitta Haukdal Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Brandarar og gátur 5 - Huginn Þór Grétarsson Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin - Yrsa Sigurðardóttir Spurningabókin 2020 - Guðjón Ingi Eiríksson Þýddar barna- og ungmennabækur Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Verstu kennarar í heimi - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Ísskrímslið - David Walliams Jólasyrpa - Walt Disney Jól í Múmíndal - Tove Jansson Fótbolti - Meistaratatkar - Rob Colson Söguperlur fyrir svefninn - Setberg Ding! Dong! Komum að leika! - Astley Baker Jólaföndur : engin skæri, bara gaman - Unga ástin mín Milljarðastrákurinn - David Walliams Risaeðlugengið : Kappsundið - Lars Mæhle Sögutaskan mín - Isabelle Chauvet Ég njósna með Múmínsnáðnum - Tove Jansson Hundmann 2 - Taumaus - Dav Pilkey Lúkas ljónheppni - Kate Thomson Mannslíkaminn - Ryan Hobson Töfraeinhyrningurinn hennar Gurru gríss - Astley Baker Harry Potter og leyniklefinn - myndskr. - J.K. Rowling Gullráðgátan - Martin Wildmark Fræði og almennt efni Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Kökur - Linda Ben Íslenskir vettlingar - Guðrún Hannele Henttinen Skipulagsdagbók - Sólrún Diego Skipulag - Sólrún Diego Hrein karfa - Kjartan Atli Kjartansson Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Prjónað á mig og mína - Lene Holme Samsøe Fimmaurabrandarar 2 - Fimmaurafélagið Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon Draumaland : Frá fæðingu til sex ára aldurs - Arna Skúladóttir Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Brimaldan stríða - Steinar J. Lúðvíksson Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson Þökk til þín - Áslaug Björt Guðmundardóttir Þýdd skáldverk Kóngsríkið - Jo Nesbø Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Silfurvængir - Camilla Läckberg Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark Uppljómun í eðalplómutrénu - Shokoofeh Azar Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Leyfðu mér að segja þér sögu - Jorge Bucay Menntuð - Tara Westover Danskvæði um söngfugla og slöngur - Suzanne Collins Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Draumstol - Gyrðir Elíasson Veirufangar og veraldarharmur - Valdimar Tómasson Yeats : svipmyndir af lífi og ljóðum - W.B. Yeats Allt uns festing brestur - Davíð Þór Jónsson 1900 og eitthvað - Ragnheiður Lárusdóttir Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Dóttir - leið mín til tveggja heimsmeistaratitla - Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Fæddur til að fækka tárum - Káinn - Jón Hjaltason Siddi gull-ævisaga Sigmars Ó. Maríusonar gullsmiðs - Guðjón Ingi Eiríksson Uppsafnað frá áramótum Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Útkall á ögurstundu - Óttar Sveinsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann sækir hart að Arnaldi Arnaldur heldur fyrsta sæti Bóksölulistans þessa síðustu viku nóvember en mjótt er á mununum á milli hans og Ólafs Jóhanns, munurinn innan við 3 prósent. 2. desember 2020 11:47 Fyrsti bóksölulisti ársins 2020: Algjör sprenging í bóksölu Enn trónir Arnaldur á toppi bóksölulista. Fátt virðist fá því breytt. Íslenskir bókakaupendur eru íhaldssamir. En þó eru nokkrir sem að gera sig líklega til að velgja Arnaldi undir uggum. 25. nóvember 2020 12:36 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Arnaldur situr sem fyrr þéttur á velli í fyrsta sæti Bóksölulistans og sækir heldur í sig veðrið frá því fyrir viku en þá var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna honum helst til mikið og kominn hættulega nálægt því að velta honum úr sæti. Þá var munurinn á milli þeirra innan við 3 prósent en nú er hann hins vegar um 10 prósent. Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Vísir birtir nú þriðja sinni þessarar bókavertíðar lista yfir söluhæstu bækurnar sem nú birtast taka til bóksölu 30. nóvember - 6. desember 2020. Hann byggir frá sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson. Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut er sérfræðingur Vísis í öllu því sem snýr að bókum og bóksölu. Þetta er listinn sem höfundar og útgefendur bíða eftir með öndina í hálsinum. Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut segir söluna glimrandi góða það sem af er vertíðar og útlit fyrir að þetta verði bestu bóksölujól síðan fjármálakreppan reið yfir landið. „Þjóðin virðist alltaf kunna betur að meta bækur í þrengingum. Í þessari viku seldust ríflega 35 prósent fleiri bækur en í vikunni á undan og svona mun salan vonandi aukast áfram, alveg fram að jólum. Umhyggjusamir jólasveinar og íslenskir bókaunnendur hafa nú keypt um 150.000 bækur frá því í byrjun nóvember og helst viljum við auðvitað að allir njóti þeirrar íslensku jólahefðar að fá bók í jólagjöf.“ Konur leggja skáldskapinn undir sig Ef litið er sérstaklega til skáldverkalistans, þá eru ekki miklar breytingar þar frá því í síðustu viku. Íhaldssemi bókakaupenda er söm við sig. Flokka má um helming þessara bóka til einhvers konar spennusagna. Viðtekið er orðið að horfa á heiminn í gegnum misskökk kynjagleraugu fyrir nærsýna og það hlýtur þá að eiga við hér eins og í öðru. Kynin skipta fyrstu 10 sætunum jafnt á milli sín en konur eiga svo 9 af 10 bókum þar á eftir. „Það eru því aðeins 6 karlkyns rithöfundar á topp 20 skáldverkalistanum, ég hefði alveg viljað sjá meira jafnræði en auðvitað koma alltaf einhverjar sveiflur,“ segir Bryndís óvænt, eins og henni þyki nóg um. En í síðustu viku var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar voru konur í meirihluta og þá var einnig tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, sem eingöngu eru ætluð konum. Þeir söluhæstu ekki á listamannalaunum Ekki virðist vera nein fylgni milli velgengni í bóksölu og viðurkenninga nema þá öfug: „Fimm söluhæstu skáldverkahöfundar vikuna, fengu ekki úthlutuðum listamannalaunum í ár,“ segir Bryndís. „Það eru þó líklega tekjur af sölu verka erlendis sem kosta saltið í þeirra graut, kaupendur hér á landi eru einfaldlega of fáir til þess að fleiri en kannski 2-3 höfundar geti að staðaldri dregið fram lífið af tekjum verka sinna.“ Listamannalaun í ár fengu heldur ekki glæpasagnahöfundarnir Stefán Máni, Lilja Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir né meðhöfundur Auðar Jónsdóttur, Birna Anna Björnsdóttir. Þetta er rannsóknarefni, að öfugt orsakasamhengi sé milli smekks þeirra sem kaupa bækurnar og svo hugmynda þeirra sem útdeila verðlaunum, viðurkenningum og starfslaunum listamanna; um hvaða gimbrar skuli setja á að hausti. Ef listamannalaunin eru hugsuð sem einhvers konar bót í lekt velferðarkerfið og/eða til jöfnunar, þá er þetta jákvætt. Spútnikkhöfundar komnir í endurprentun Eitt verkefna þeirra sem gefa út bækur er að spá í spilin og reyna að sjá fyrir sölu. Ljóst er að bóksala nú er miklu meiri en menn höfðu séð fyrir. Dæmi um það er bókin Fávitar eftir spútnik höfund og útgefanda vertíðarinnar, Sólborgu Guðbrandsdóttur, er uppseld en ný prentun er væntanleg í lok næstu viku. Bókin situr þó engu að síður í 7. sæti aðallistans þessa vikuna en er víða á þrotum í verslunum. Gervilimrur Gísla Rúnars, er líka uppseld hjá útgefanda eftir einstakar móttökur. Önnur prentun er væntanleg í verslanir á næstu dögum. „Velgengni í bóksölu fylgja gjarnan miklar prentþrautir, hvað á að prenta mikið til viðbótar og hvenær næst sú prentun í verslanir? Þessi tími reynir bæði á reynslu og skyggnigáfu útgefenda,“ segir Bryndís. Herra Hnetusmjör heldur ævisögum á floti Barnabækur hafa oft verið meira áberandi á bóksölulistum og þá er mjög óvenjulegt að ekki rati nein ævisaga inn á topp 20 listann. Stutt er síðan (2016) að þær Ásdís Halla, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir röðuðu sér allar inn á topp 10 listann með ævisögur. Þetta er því nokkuð afgerandi breyting. „En áður en einhverjir fara svo að hneykslast á því að mest selda ævisaga ársins virðist ætla að verða ævifrásögn hins 24 ára rappara, Árna Páls Árnasonar eða Herra Hnetusmjörs, þá vil ég bara segja, eftir lestur bókarinnar, að drengurinn átti ágæta innistæðu til bókaskrifa,“ segir Bryndís sem er ánægð með bókina og ánægð með að rapparinn skuli halda þessum flokki á floti. „Fyrir utan hressandi innsýn í rappheiminn og smitandi ástríðu hans fyrir tónlist þá sýnir hann með mjög skírum hætti hvað snemmtæk íhlutun og markviss batavinna, ævina á enda, er mikilvæg og gjörbreytir lífsskilyrðum og tækifærum þeirra sem kljást við sjúkdóminn alkóhólisma. Það er ekki hægt annað en að dást að einlægni hans og hispursleysi í frásögnum úr neysluheimi samtímans og óska honum til hamingju með edrú árin fjögur. Örugglega ein besta forvarnarbókin í jólabókaflóðinu.“ Og það verða lokaorð í þessari yfirferð og rýni á listunum sjálfum sem sjá má hér neðar. Topplistinn Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Vetrarmein - Ragnar Jónasson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Dauðabókin - Stefán Máni Kökur - Linda Ben Barnaræninginn - Gunnar Helgason Íslensk skáldverk Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Truflunin - Steinar Bragi Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Aprílsólarkuldi - Elísabet Kristín Jökulsdóttir Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Íslenskar barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Barnaræninginn - Gunnar Helgason Hetja - Björk Jakobsdóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir Hestar - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný Jól með Láru - Birgitta Haukdal Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Brandarar og gátur 5 - Huginn Þór Grétarsson Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin - Yrsa Sigurðardóttir Spurningabókin 2020 - Guðjón Ingi Eiríksson Þýddar barna- og ungmennabækur Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Verstu kennarar í heimi - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Ísskrímslið - David Walliams Jólasyrpa - Walt Disney Jól í Múmíndal - Tove Jansson Fótbolti - Meistaratatkar - Rob Colson Söguperlur fyrir svefninn - Setberg Ding! Dong! Komum að leika! - Astley Baker Jólaföndur : engin skæri, bara gaman - Unga ástin mín Milljarðastrákurinn - David Walliams Risaeðlugengið : Kappsundið - Lars Mæhle Sögutaskan mín - Isabelle Chauvet Ég njósna með Múmínsnáðnum - Tove Jansson Hundmann 2 - Taumaus - Dav Pilkey Lúkas ljónheppni - Kate Thomson Mannslíkaminn - Ryan Hobson Töfraeinhyrningurinn hennar Gurru gríss - Astley Baker Harry Potter og leyniklefinn - myndskr. - J.K. Rowling Gullráðgátan - Martin Wildmark Fræði og almennt efni Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Kökur - Linda Ben Íslenskir vettlingar - Guðrún Hannele Henttinen Skipulagsdagbók - Sólrún Diego Skipulag - Sólrún Diego Hrein karfa - Kjartan Atli Kjartansson Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Prjónað á mig og mína - Lene Holme Samsøe Fimmaurabrandarar 2 - Fimmaurafélagið Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon Draumaland : Frá fæðingu til sex ára aldurs - Arna Skúladóttir Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Brimaldan stríða - Steinar J. Lúðvíksson Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson Þökk til þín - Áslaug Björt Guðmundardóttir Þýdd skáldverk Kóngsríkið - Jo Nesbø Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Silfurvængir - Camilla Läckberg Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark Uppljómun í eðalplómutrénu - Shokoofeh Azar Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Leyfðu mér að segja þér sögu - Jorge Bucay Menntuð - Tara Westover Danskvæði um söngfugla og slöngur - Suzanne Collins Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Draumstol - Gyrðir Elíasson Veirufangar og veraldarharmur - Valdimar Tómasson Yeats : svipmyndir af lífi og ljóðum - W.B. Yeats Allt uns festing brestur - Davíð Þór Jónsson 1900 og eitthvað - Ragnheiður Lárusdóttir Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Dóttir - leið mín til tveggja heimsmeistaratitla - Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Fæddur til að fækka tárum - Káinn - Jón Hjaltason Siddi gull-ævisaga Sigmars Ó. Maríusonar gullsmiðs - Guðjón Ingi Eiríksson Uppsafnað frá áramótum Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Útkall á ögurstundu - Óttar Sveinsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann sækir hart að Arnaldi Arnaldur heldur fyrsta sæti Bóksölulistans þessa síðustu viku nóvember en mjótt er á mununum á milli hans og Ólafs Jóhanns, munurinn innan við 3 prósent. 2. desember 2020 11:47 Fyrsti bóksölulisti ársins 2020: Algjör sprenging í bóksölu Enn trónir Arnaldur á toppi bóksölulista. Fátt virðist fá því breytt. Íslenskir bókakaupendur eru íhaldssamir. En þó eru nokkrir sem að gera sig líklega til að velgja Arnaldi undir uggum. 25. nóvember 2020 12:36 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann sækir hart að Arnaldi Arnaldur heldur fyrsta sæti Bóksölulistans þessa síðustu viku nóvember en mjótt er á mununum á milli hans og Ólafs Jóhanns, munurinn innan við 3 prósent. 2. desember 2020 11:47
Fyrsti bóksölulisti ársins 2020: Algjör sprenging í bóksölu Enn trónir Arnaldur á toppi bóksölulista. Fátt virðist fá því breytt. Íslenskir bókakaupendur eru íhaldssamir. En þó eru nokkrir sem að gera sig líklega til að velgja Arnaldi undir uggum. 25. nóvember 2020 12:36