Er hægt að afnema sjálfsákvörðunarrétt Íslands að þjóðarétti? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 7. desember 2020 14:02 Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun