Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið Ingvar Sverrisson skrifar 4. desember 2020 15:31 Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar