Hanna getur ekki verið með sínum nánustu yfir hátíðirnar en allir fá góða jólagjöf Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2020 16:30 Mynd/Cat Gundry Beck Íslensk-sænska tónlistarkonan Hanna Mia Brekkan sendir frá sér jólaplötu í dag sem ber nafnið Winter Songs. Þar flytur hún lög eftir konur í folk-tónlistarbúningi. Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan. Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan.
Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira