Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2020 13:37 Jólakötturinn á Ráðhústorginu er í vetrarbúningi. Vísir/Tryggvi Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins. Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins.
Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45
Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48