Nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann sækir hart að Arnaldi Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2020 11:47 Arnaldur hefur einokað toppsætið á bóksölulistum öll undanfarin ár en nú er mættur til leiks sterkur áskorandi sem gerir sig líklegan til að velta kóngi úr sessi; Ólafur Jóhann Ólafsson. Arnaldur heldur fyrsta sæti Bóksölulistans þessa síðustu viku nóvember en mjótt er á mununum á milli hans og Ólafs Jóhanns, munurinn innan við 3 prósent. Vísir heldur áfram að fylgjast með gangi mála í bóksölunni en fyrsti bóksölulisti Fibut birtist fyrir viku og hér kemur sá næsti en listinn er unninn út frá sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson. Þessi listi er listinn eins og þar stendur, eða listarnir sem höfundar og útgefendur bíða eftir með öndina í hálsinum. Þessir listar sem nú birtast taka til bóksölu dagana 23.-29. nóvember 2020. „Spennusagnamaskínur“ og „fagurrithendur“ Bóksala er með miklum ágætum nú. Aðstæður virðast hagstæðar útgáfubransanum. Vísir hefur heyrt í mörgum útgefendum að undanförnu og þeir hafa aldrei séð eins mikla bóksölu og nú er. Svo virðist sem bókakaupendur séu fyrr á ferðinni en áður, í jólabókaflóðinu. Svo er spurning hvort salan heldur dampi en á mörgum undanförnum árum hefur Þorláksmessa verið langsöluhæsti dagur ársins og hefur hún skipt fáránlega miklu máli hlutfallslega sé litið til sölu bóka á ársgrundvelli. En að listunum. „Þegar litið er til íslenska skáldverkalistans, þá líkist hann svolítið fléttulista stjórnmálaflokkanna. Nema hvað, í stað þess að kynin skipti sér á milli sæta þá skiptast þar á hefðbundin skáldverk við glæpasögur og framtíðartrylla,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut en hún er helsti sérfræðingur landsins sviði bóksölu og jólabókaflóða. Eins og staðan er í dag stefnir í að lið þeirra sem fást við ritun fagurbókmennta að muni veita spennusagnahöfundum harða keppni. „Í fyrstu átta sætunum eru til dæmis annars vegar spennusagnamaskínurnar Arnaldur, Yrsa, Ragnar og Stefán Máni sem skiptast á sætum við fagurrithendur Ólafs Jóhanns, Kristínu Marju, Jóns Kalman og Auðar Övu. Þau eru sem sagt öll komin í merkta landsliðstreyju þjóðarrithöfundaliðs. Það kemur svo í ljós á næstu vikum, hverjir fleiri veljast í liðið í ár.“ Katrín Júlíusdóttir að gera gott mót Ef farið er í sauma listanna kemur í ljós að aðeins einn nýliði, með sína fyrstu bók, nær inn á skáldverkalistann. Það er Katrín Júlíusdóttir, fyrrum þingmaður og ráðherra, með spennusöguna Sykur sem situr í sextánda sæti listans. Þó Katrín Júlíusdóttir hafi marga fjöruna sopið sem stjórnmálamaður er hún nýliði í þessu ati sem bókaútgáfan er. En hún mætir sterk til leiks.Visir/Baldur Bjarni Fritzson heldur stöðu sinni í fyrsta sæti barna- og ungmennabókalistans með þriðju bókina um Orra óstöðvandi. Það er hins vegar nýliðinn Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur áfram að klifra upp listann með bók sína, Fávita og er nú komin í annað sæti listans og 7. sæti stóra topplistans. Það gerir hana að söluhæsta nýliða vikunnar svo hún má gjarnan gefa sér gott klapp á bakið. Líkt og flest undanfarin ár, þá er Útkallsbók ársins, Á ögurstundu, í efsta sæti fræði- og handbókalistans. Bækurnar á þessum lista eru skemmtilega fjölbreyttar, í öðru sæti eru nýliðarnir Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld með UNU prjónabók. Í þriðja sæti er svo Spænska veikin hans Gunnars Þórs Bjarnasonar sem mörgum er kunnur fyrir bækurnar Upp með fánann og Þegar siðmenningin fór fjandans til. Hnetusmjör og Gísli Rúnar í góðum gír Bryndís sagði fyrir viku að Gervilimrur Gísla Rúnars ættu örugglega eftir að koma á óvart í sölu. Bryndís veit hvað hún syngur því Gervilimrurnar sitja áfram á toppi ljóðabókalistans. Á ljóðabókalistanum er Gísli heitinn Rúnar langefstur og á ævisagnalistanum er Herra Hnetusmjör á toppnum. „Já, með margfalt meiri sölu en bækurnar sem á eftir fylgja og reyndar svo mikla sölu að hún næði inn á topp 10 skáldverkalistann ef hún væri flokkuð þar. Gísli Rúnar fær örugglega breitt bros frá fjölmörgum lesendum á komandi vikum.“ Herra Hnetusmjör situr aðra vikuna í röð í efsta sæti ævisagnalistans og einhvern veginn mætti segja mér að nokkuð kröftug kynslóð ævisagnalesenda sé að stíga fram. „Meðalaldur lesenda Herra Hnetusjörs og bókarinnar í öðru sæti listans, Dóttur – um Katrínu Tönju Davíðsdóttur, er örugglega töluvert lægri en vanalegt er í þessum flokki,“ segir Bryndís. En listana sjálfa má svo sjá hér neðar. Topplistinn 23.-29. nóvember 2020 Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Vetrarmein - Ragnar Jónasson Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Hetja - Björk Jakobsdóttir Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Barnaræninginn - Gunnar Helgason Verstu kennarar í heimi - David Walliams Íslensk skáldverk Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir Ein - Ásdís Halla Bragadóttir Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Truflunin - Steinar Bragi Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Hetja - Björk Jakobsdóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Barnaræninginn - Gunnar Helgason Verstu kennarar í heimi - David Walliams Ísskrímslið - David Walliams Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Jólasyrpa - Walt Disney Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Jól í Múmíndal - Tove Jansson Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir Lára lærir að hjóla - Birgitta Haukdal Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Fræði og almennt efni Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Kökur - Linda Ben Skipulag - Sólrún Diego Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Ketó - Hanna Þóra Helgadóttir Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Prjónað af ást - Lene Holme Sansøe Fimmaurabrandararnir 2 - Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir Samskipti - Pálmar Ragnarsson Draumaland : Frá fæðingu til sex ára aldurs - Arna Skúladóttir Prjónað á mig og mína - Lene Holme Sansøe Tíminn minn 2021 - Björg Þórhallsdóttir Hrein karfa - Kjartan Atli Kjartansson Spegill fyrir skuggabaldur : Atvinnubann og misbeiting valds - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Þýdd skáldverk Kóngsríkið - Jo Nesbø Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Silfurvængir - Camilla Läckberg Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Menntuð - Tara Westover Ókindin og Bethany - Jack Meggitt-Phillips Þorpið - Camilla Sten Sögur frá Sovétríkjunum - Ýmsir Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Þvottadagar - Jónas Reynir Gunnarsson Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir Urð - Hjördís Kvaran Einarsdóttir Brjálsemissteinninn brottnuminn - Alejandra Pizarnik Árhringur - Björg Björnsdóttir Taugaboð á háspennulínu - Arndís Lóa Magnúsdóttir Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Dóttir - leið mín til tveggja heimsmeistaratitla - Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Jóhannes Einarsson - minningar - Jakob F. Ásgeirsson Fæddur til að fækka tárum - Káinn - Jón Hjaltason Uppsafnað frá áramótum Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Vegahandbókin - Ýmsir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Fórnarlamb 2117 - Jussi Adler Olsen Verstu kennarar í heimi - David Walliams Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vísir heldur áfram að fylgjast með gangi mála í bóksölunni en fyrsti bóksölulisti Fibut birtist fyrir viku og hér kemur sá næsti en listinn er unninn út frá sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson. Þessi listi er listinn eins og þar stendur, eða listarnir sem höfundar og útgefendur bíða eftir með öndina í hálsinum. Þessir listar sem nú birtast taka til bóksölu dagana 23.-29. nóvember 2020. „Spennusagnamaskínur“ og „fagurrithendur“ Bóksala er með miklum ágætum nú. Aðstæður virðast hagstæðar útgáfubransanum. Vísir hefur heyrt í mörgum útgefendum að undanförnu og þeir hafa aldrei séð eins mikla bóksölu og nú er. Svo virðist sem bókakaupendur séu fyrr á ferðinni en áður, í jólabókaflóðinu. Svo er spurning hvort salan heldur dampi en á mörgum undanförnum árum hefur Þorláksmessa verið langsöluhæsti dagur ársins og hefur hún skipt fáránlega miklu máli hlutfallslega sé litið til sölu bóka á ársgrundvelli. En að listunum. „Þegar litið er til íslenska skáldverkalistans, þá líkist hann svolítið fléttulista stjórnmálaflokkanna. Nema hvað, í stað þess að kynin skipti sér á milli sæta þá skiptast þar á hefðbundin skáldverk við glæpasögur og framtíðartrylla,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut en hún er helsti sérfræðingur landsins sviði bóksölu og jólabókaflóða. Eins og staðan er í dag stefnir í að lið þeirra sem fást við ritun fagurbókmennta að muni veita spennusagnahöfundum harða keppni. „Í fyrstu átta sætunum eru til dæmis annars vegar spennusagnamaskínurnar Arnaldur, Yrsa, Ragnar og Stefán Máni sem skiptast á sætum við fagurrithendur Ólafs Jóhanns, Kristínu Marju, Jóns Kalman og Auðar Övu. Þau eru sem sagt öll komin í merkta landsliðstreyju þjóðarrithöfundaliðs. Það kemur svo í ljós á næstu vikum, hverjir fleiri veljast í liðið í ár.“ Katrín Júlíusdóttir að gera gott mót Ef farið er í sauma listanna kemur í ljós að aðeins einn nýliði, með sína fyrstu bók, nær inn á skáldverkalistann. Það er Katrín Júlíusdóttir, fyrrum þingmaður og ráðherra, með spennusöguna Sykur sem situr í sextánda sæti listans. Þó Katrín Júlíusdóttir hafi marga fjöruna sopið sem stjórnmálamaður er hún nýliði í þessu ati sem bókaútgáfan er. En hún mætir sterk til leiks.Visir/Baldur Bjarni Fritzson heldur stöðu sinni í fyrsta sæti barna- og ungmennabókalistans með þriðju bókina um Orra óstöðvandi. Það er hins vegar nýliðinn Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur áfram að klifra upp listann með bók sína, Fávita og er nú komin í annað sæti listans og 7. sæti stóra topplistans. Það gerir hana að söluhæsta nýliða vikunnar svo hún má gjarnan gefa sér gott klapp á bakið. Líkt og flest undanfarin ár, þá er Útkallsbók ársins, Á ögurstundu, í efsta sæti fræði- og handbókalistans. Bækurnar á þessum lista eru skemmtilega fjölbreyttar, í öðru sæti eru nýliðarnir Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld með UNU prjónabók. Í þriðja sæti er svo Spænska veikin hans Gunnars Þórs Bjarnasonar sem mörgum er kunnur fyrir bækurnar Upp með fánann og Þegar siðmenningin fór fjandans til. Hnetusmjör og Gísli Rúnar í góðum gír Bryndís sagði fyrir viku að Gervilimrur Gísla Rúnars ættu örugglega eftir að koma á óvart í sölu. Bryndís veit hvað hún syngur því Gervilimrurnar sitja áfram á toppi ljóðabókalistans. Á ljóðabókalistanum er Gísli heitinn Rúnar langefstur og á ævisagnalistanum er Herra Hnetusmjör á toppnum. „Já, með margfalt meiri sölu en bækurnar sem á eftir fylgja og reyndar svo mikla sölu að hún næði inn á topp 10 skáldverkalistann ef hún væri flokkuð þar. Gísli Rúnar fær örugglega breitt bros frá fjölmörgum lesendum á komandi vikum.“ Herra Hnetusmjör situr aðra vikuna í röð í efsta sæti ævisagnalistans og einhvern veginn mætti segja mér að nokkuð kröftug kynslóð ævisagnalesenda sé að stíga fram. „Meðalaldur lesenda Herra Hnetusjörs og bókarinnar í öðru sæti listans, Dóttur – um Katrínu Tönju Davíðsdóttur, er örugglega töluvert lægri en vanalegt er í þessum flokki,“ segir Bryndís. En listana sjálfa má svo sjá hér neðar. Topplistinn 23.-29. nóvember 2020 Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Vetrarmein - Ragnar Jónasson Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Hetja - Björk Jakobsdóttir Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Barnaræninginn - Gunnar Helgason Verstu kennarar í heimi - David Walliams Íslensk skáldverk Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir Ein - Ásdís Halla Bragadóttir Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Truflunin - Steinar Bragi Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Hetja - Björk Jakobsdóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Barnaræninginn - Gunnar Helgason Verstu kennarar í heimi - David Walliams Ísskrímslið - David Walliams Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Jólasyrpa - Walt Disney Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Jól í Múmíndal - Tove Jansson Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir Lára lærir að hjóla - Birgitta Haukdal Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Fræði og almennt efni Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Kökur - Linda Ben Skipulag - Sólrún Diego Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Ketó - Hanna Þóra Helgadóttir Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Prjónað af ást - Lene Holme Sansøe Fimmaurabrandararnir 2 - Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir Samskipti - Pálmar Ragnarsson Draumaland : Frá fæðingu til sex ára aldurs - Arna Skúladóttir Prjónað á mig og mína - Lene Holme Sansøe Tíminn minn 2021 - Björg Þórhallsdóttir Hrein karfa - Kjartan Atli Kjartansson Spegill fyrir skuggabaldur : Atvinnubann og misbeiting valds - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Þýdd skáldverk Kóngsríkið - Jo Nesbø Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Silfurvængir - Camilla Läckberg Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Menntuð - Tara Westover Ókindin og Bethany - Jack Meggitt-Phillips Þorpið - Camilla Sten Sögur frá Sovétríkjunum - Ýmsir Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Þvottadagar - Jónas Reynir Gunnarsson Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir Urð - Hjördís Kvaran Einarsdóttir Brjálsemissteinninn brottnuminn - Alejandra Pizarnik Árhringur - Björg Björnsdóttir Taugaboð á háspennulínu - Arndís Lóa Magnúsdóttir Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Dóttir - leið mín til tveggja heimsmeistaratitla - Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Jóhannes Einarsson - minningar - Jakob F. Ásgeirsson Fæddur til að fækka tárum - Káinn - Jón Hjaltason Uppsafnað frá áramótum Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Vegahandbókin - Ýmsir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Fórnarlamb 2117 - Jussi Adler Olsen Verstu kennarar í heimi - David Walliams
Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira