Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 18:33 Vísir/Tryggvi Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar. RÚV greindi frá því í gær að beiðni nefndarinnar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á Syðri-Hofdölum hefði verið hafnað. Í bókun frá 10. nóvember sagði m.a. að tímabært væri að skoða riðuvarnar hérlendis en búið væri að slátra 161 dýri sem hefði komist í návígi við smitaðan hrút og ekkert þeirra greinst með riðu. „Margar smitleiðir voru á milli fjárins sem umgekkst hrútinn sem greindist með riðu og allrar hjarðarinnar, sérstaklega í sauðburði en þá er smithætta mest. Þó riða hafi ekki greinst í fénu sem umgekkst hrútinn beint, er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið smitað,“ segir hins vegar í tilkynningu MAST. Ástæður þess að stofnunin telur hjörðina á bænum líklega smitaða eru eftirfarandi: 1. Meðgöngutími riðu er að jafnaði tvö til þrjú ár, en getur farið upp í fimm ár. Meðgöngutími er sá tími sem líður frá því að kind fær í sig smit og þar til einkenni koma fram. Aðeins 10 mánuðir voru liðnir frá því smitaði hrúturinn kom í afmarkaðan hóp hjarðarinnar, litlar líkur eru því á að einkenni riðusmits sé komið fram í fénu. 2. Næmi prófsins (ELISA) sem notað er til að greina riðusmit er getur verið svo lágt sem 66%, þess vegna finnst ekki riðusmit í öllum kindum þó þær séu smitaðar. Næmið fer m.a. eftir því hversu langur tími er liðinn frá smiti. ELISA prófið er það besta sem völ er á. Ef það greinir riðusmit þá er það staðfest með öðru sértækara prófi en ef ELISA prófið greinir ekki riðu þá getur kindin samt sem áður verið smituð en engin leið til að kanna það nánar. „Greining gripanna í október var eingöngu gerð í rannsóknaskyni, því upphaf riðusmitsins á bænum var þekkt og því einstakt tækifæri til að skoða hvort smitefnið fyndist í eitlum eða heila eftir svo skamman smittíma. Þetta eru rök Matvælastofnunar sem fram koma í umsögn hennar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna andmæla við niðurskurði. Andmælin voru í kjölfarið dregin til baka. Það er mat stofnunarinnar að óverjandi sé að halda hjörð lifandi sem líkur eru á að sé smituð og getur því leitt til frekari útbreiðslu veikinnar.“ Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að beiðni nefndarinnar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á Syðri-Hofdölum hefði verið hafnað. Í bókun frá 10. nóvember sagði m.a. að tímabært væri að skoða riðuvarnar hérlendis en búið væri að slátra 161 dýri sem hefði komist í návígi við smitaðan hrút og ekkert þeirra greinst með riðu. „Margar smitleiðir voru á milli fjárins sem umgekkst hrútinn sem greindist með riðu og allrar hjarðarinnar, sérstaklega í sauðburði en þá er smithætta mest. Þó riða hafi ekki greinst í fénu sem umgekkst hrútinn beint, er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið smitað,“ segir hins vegar í tilkynningu MAST. Ástæður þess að stofnunin telur hjörðina á bænum líklega smitaða eru eftirfarandi: 1. Meðgöngutími riðu er að jafnaði tvö til þrjú ár, en getur farið upp í fimm ár. Meðgöngutími er sá tími sem líður frá því að kind fær í sig smit og þar til einkenni koma fram. Aðeins 10 mánuðir voru liðnir frá því smitaði hrúturinn kom í afmarkaðan hóp hjarðarinnar, litlar líkur eru því á að einkenni riðusmits sé komið fram í fénu. 2. Næmi prófsins (ELISA) sem notað er til að greina riðusmit er getur verið svo lágt sem 66%, þess vegna finnst ekki riðusmit í öllum kindum þó þær séu smitaðar. Næmið fer m.a. eftir því hversu langur tími er liðinn frá smiti. ELISA prófið er það besta sem völ er á. Ef það greinir riðusmit þá er það staðfest með öðru sértækara prófi en ef ELISA prófið greinir ekki riðu þá getur kindin samt sem áður verið smituð en engin leið til að kanna það nánar. „Greining gripanna í október var eingöngu gerð í rannsóknaskyni, því upphaf riðusmitsins á bænum var þekkt og því einstakt tækifæri til að skoða hvort smitefnið fyndist í eitlum eða heila eftir svo skamman smittíma. Þetta eru rök Matvælastofnunar sem fram koma í umsögn hennar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna andmæla við niðurskurði. Andmælin voru í kjölfarið dregin til baka. Það er mat stofnunarinnar að óverjandi sé að halda hjörð lifandi sem líkur eru á að sé smituð og getur því leitt til frekari útbreiðslu veikinnar.“
Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent