Skólpi sleppt í sjó hjá hreinsistöðinni í Ánanaustum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:28 Hreinsistöðin við Ánanaust. Veitur Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira